Gerpir - 01.07.1947, Qupperneq 29
henni. Kannske var þetta tóm vitleysa
allt saman, þessi kaup, og þessi sala á
aumingja Skjöldu. En nú var of seint að
Snúa við. Teningunum var kastað. Hún
klappaði Skjöldu hátt og lágt og strauk
hana alla utan. Skjalda brá sér hvergi
og hámaði í sig arfann.
Stundu síðar var Skjaida farin, Jón
byrjaður að dreifa elztu föngunum og
Herdís að sinna búverkum.
Nú var um að gera að láta hendur
standa fram úr ermum. Herdís skurkaði
i koppum og kirnum, þvoði og þerraði,
hrærði og hamaðist. Hún kepptist við
að ljúka inniverkunum, til þess að kom-
ast sem fyrst í heyþurrkinn. Og ekki var
að tala um það, að verkin færu. henni
ekki skjótt og skörulega úr hendi. Hún
var mesti forkur, hún Herdís, að hverju
sem hún gekk, það var óhætt um það.
Hún bjó til kaffi í skyndi og ætlaði að
færa bónda aukasopa um leið og hún
færi út.
Jón var langt kominn að dreifa úr
föngunum á bæjarhólnum. Þau voru elzt
og farin að gulna í botninn.
„Fáðu þér hérna sopa, Jónminn,“sagði
Herdís, um leið og hún setti kaffikönn-
una niður og rétti Jóni bolla og sykur-
skál. — Jón drakk kaffið standandi, en
Herdís fór að þeyta um föngunum. Og
svo unnu þau bæði af kappi nokkra
stund.
„Hamingjan góða,“ hrópaði Herdís
allt í einu. Hún henti frá sér hrífunni og
hljóp heim að bænum.
Jón leit snogglega upp. Hann gat sízt
skilið í því, hverju þessi upphrópun
mundi sæta.
„Hvað er nú“? kallaði hann á eftir
Herdísi.
„Útvarpið maður. — Veðurfregnirnar
auðvitað. . . Ég var rétt. búin að gleyma
þeim,“ kallaði Herdís á hlaupunum og
hvarf um leið inn í bæinn.
Jón hristi höfuðið og hélt áfram að
dreifa. — Jæja, líklega var það rétt að
hlusta á vísdóm veðurfræðinganna, af
því að tækin voru til þess. Ekki gat það
spillt neinu að hlusta, — og þó, það var
alltaf tímatöfin, en nú mátti engin stund
fara til ónýtis, því ekki. . .
„Jón, Jón, hættu að dreifa, mað-
ur,. . . tafarlaust."
„Hvað gengur á?, kona,“ Jón sneri
sér snöggt við og horfði á Herdisi, sem
kom á harða hlaupum heiman frá bæn-
um.
Jón horfði til himins, en þar var ekki
regnlegt, hvergi skýhnoðri á lofti.
„Það er lægð að nálgast landið . . .
ausandi rigning um allan suðurhluta
landsins . . . og skúraveðri spáð hér í
dag. — Það er ekkert vit í því að dreifa
meiru af töðunni í dag. Hafðu min ráð
og hættu strax.“
„Hu, ætli maður dreifi ekki úr þess-
um föngum, sem eftir eru hérna á hóln-
um. Þau eru búin að standa nógu lengi,
held ég.
Svo dreifðu þau föngunum enn um
stund og luku við það sem eftir var á
bæjarhólnum.
„Þetta eru sjálfsagt einir tuttugu hest-
ar, sem búið er að dreifa. Það er allt of
mikið til þess að verða gegn-rennandi
aftur. — Nú hætti ég þessari vitleysu,
hvað sem þú segir,“ og Herdís bjóst til
að ganga heim.
„Mér væri skapi næst að dreifa á
öllu túninu. En ég er hræddur um, að
ég komist skammt með það einn, ef þú
ert ófáanleg til þess að hjálpa mér. —
Gott og vel . . . Þú skalt ráða í þetta
sinn. En þó held ég að það sé misráðið,
að hætta að dreifa töðunni í þessu út-
27