Gerpir - 01.07.1947, Page 33
í GERPISRÖSTINNI
Undir þessari fyrirsögn er ætlazt til að drepið verði í stuttum smágrein-
um á hið hélzta, sem á dagskrá er á hverjum tíma innanlands og utan. Að-
sendar smágreinar og stuttar hugleiðingar þcssa efnis verða birtar i þess-
um þætti eftir því sem rúm leyfir.
Norðlendingar leita samvinnu við
Austfirðinga og Vestfirðinga.
Á Fjórðungsþingi Norðlendinga, sem haldið var
um miðjan síðastliðinn júiimánuð var samþykkt
svohljóðandi ályktun:
„Fjórðungsþing Norðlendinga, háð á Akureyri
12. og 13. júlí 1947, samþykkir að leita samvinnu
að eyða einni til tveim vikum til þess að
læra sundið, áður en þeir fara á nám-
skeiðið. Það eiga ekki að vera margir
nú orðið, sem ekki kunna að synda, þar
sem það er orðið eitt af skilyrðum við
fullnaðarpróf úr barnaskóla.
Austfirðingar! látið ekki ásannast, að
þið ekki viljið afla ykkur nauðsynlegr-
ar þekkingar til vélgæzlustarfa, þegar
ykkur gefst tækifæri til þess án þess að
fara út úr fjórðungnum, og athugið, að
mikil og góð þátttaka í námskeiðinu,
gæti orðið til þess, að Fiskifélagið sæi
sér fært að festa námskeiðin hér eystra
og koma einhvers staðar upp góðri að-
stöðu til vélkennslu, því þörfin er brýn
og það ætti að vera metnaðarmál okkar,
að eignast, eftir því sem kostur er, vel
menntaða vélgæzlumenn á vélbátaflot-
anum á Austurlandi.
Fiskifélag íslands vill fyrir sitt leyti
hjálpa til að svo geti orðið.
Árni Vilhjálmsson
erindreki.
og samráðs um aukið vald og fjárráð héraða og
fjórðunga við Fjórðungsþing Austfirðinga, svip-
aðan félagsskap á Vestfjörðum og félagsskap
um málefni sveitar- og bæjarfélaga.
Samþykkir fjórðungsþingið að kjósa 3ja manna
milliþinganefnd i rnálið og felur Fjórðungsráði,
að leita hófanna um sams konar nefndarskipun
hjá þeim aðilum öðrum, er fyrr getur. Nefnd-
irnar vinni síðan saman og skili áliti fyrir næsta
fjórðungsþing.
Eftirtaldir menn hlutu kosningu í nefndina:
Einar Árnason, bóndi, Eyrarlandi, Sigurður
Sigurðsson, sýslumaður, Sauðárkróki og Karl
Kristjánsson, oddviti, Húsavík."
RíkisverksmiSja á Austurlandi.
Á siðast liðnu Alþingi voru samþykkt lög um
breytingu á lögum um síldarverksmiðjur ríkisins
þess efnis, að ríkið skuli reisa 5 þúsund mála
sildarverksmiðju á Norð-Austurlandi, sunnan
Langaness.
Allir Austfjarðaþingmenn stóðu saman í máli
þessu og ætti svo jafnan að vera í hagsmuna-
málum Austfirðinga.
Fjórðungsþing Austfirðinga samþykkti ein-
róma áskoranir til Alþingis og ríkisstjórnar um
þetta mál í fyrra sumar, og verður ekki annað
sagt en að Alþingi hafi orðið vel og drengilega
við þessari áskorun.
Nú kemur til kasta ríkisstjórnarinnar, því það
mun heyra undir hana, að framkvæma vilja
Alþingis í þessu efni. 1 lögunum frá síðasta þingi
er kveðið svo á, að rannsókn og undirbúningi
skuli lokið á þessu ári og byrjað að reisa verk-
smiðjuna á r;æsta ári. Ennþá hefir þó ekki orðið
vart við neinar aðgerðir í þessa átt, hvað sem
veldur.
Oft hafa sjómenn og útgerðarmenn orðið fyr-
31