Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 5
Stúlkan og gullkötturinn
Sai'a eflir Marcel Prévost.
Höfundur eftirfarandi sögu, franski rithöfundurinn Marcel Prévost var mjög
umdeildur rithöfundur á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina einkum fyrir það'
að hann skapaði nýja kven-typu, sem þótti full léttlynd og djörf. Hún var að
hálfu Ieyti jómfrú. Það er að scgja: hún átti sífellt í einhverjum ástarævintýrum,
án þess þó að glata virðingu sinni út á við, nema þá að einhverju leyti. —
Prévost lifði til ársins 1941, og öðlaðist því að lifa það lengi, að hætt var að
líta á sögur hans sem berorðar eða djarfar. Margar af sögum hans eru nú
orðnar ómóðins, þótt ef til vill sé all-erfitt að segja um það hvað mest er
móðins nú til dags. En þessi saga verður seint ómóðins, enda viss „charmi" í
henni, ef svo mætti segja. Sem sagt skemmtileg saga og sérkeimileg.
„Já, satt er það,“ sagði hinn
gamli vinur okkar, Tribourde-
aux, sem var að vísu berlækn-
ir, en sannarlega ólíkur slíkum
náungum, því að hann var bæði
bókfróður og heimspekilega
sinnaður. — „Já, —hið yfirnátt-
úrlega er alls staðar að finna,
það umlykur okkur á allar hlið-
ar og síast í gegn um okkur ...
Vísindin ofsækja það, en það
hörfar jafnan og lætur ekki
hönd á sér festa.
Við erum á sama stigi og for-
feður okkar, er þeir höfðu num-
ið land í stórum skógi. Því að
þegar þeir fóru að ryðja skóg-
inn, heyrðu þeir jafnan hvæs
og hrinur er þeir nálguðust
landamæri nábúans, og þeir sáu
glytta í augu villidýranna ....
Oftar en einu sinni hefi ég upp-
lifað það um dagana að finna
að ég var farinn að nálgast -hin
óskiljanlegu og ósýnilegu landa-
merki ....“
Ung stúlka greip fram í fyrir
honum:
„Þér eruð að Ihugsa um eitt-
hvert sérstakt atvik, læknir.
Segið okkur söguna.“
Læknirinn kinkaði kolli.
„Ég hefi ekki sérstaka löngun
til þess. Því að þessa sögu segi
3