Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 9

Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 9
1956 B E R G M Á L ég kom inn í mitt herbergi að kvöldinu. Til þess að fá forvitni minni svalað, beitti ég kænsku, sem bar góðan árangur. Dag nokkurn lét ég húsvörð- inn færa mér mat upp í íbúð mína og fór ekkert út þann dag. Þegar rökkvaði um kvöldið stóð ég vörð við gluggann. Og ekki leið á löngu áður ég veitti því athygli að ljós var kveikt inni hjá nábúunum. Þá læddist ég út á svalirnar og sté yfir járngrindina. Ég fann ekki til neins ótta, þótt mér væri það ljóst að ég stofnaði mér í all- mikla hættu: Bæði gat ég átt á hættu að hálsbrjóta mig í myrkrinu og eins hitt að ná- granni minn réðist á mig eins og innbrotsþjóf. Ég komst að upplýsta glugg- anum, án þess að orsaka hinn minnsta hávaða. Glugginn var opinn, en ég sá greinilega í gegn um gluggatjöldin, sem ég vissi jafnframt að mundu varna því að ég sæist. Ég sá stórt herbergi búið fögrum húsgögnum, sem að vísu voru nokkuð snjáð. í einu .horn- inu stóð breitt rúm, lágt og hlý- legt. Ofan á þessu rúmi lá ung og fögur stúlka. Hún var alls- nakin. Slegið hár hennar flóði glóbjart um höfuð hennar og herðar. Hún skoðaði líkama sinn hátt og lágt og teygði leti- lega úr grönnum, liðlegum lim- unum, eins og köttur. Mér fannst slá gullnum bjarma á þennan fagra líkama.“ „Nei, heyrið þér nú, læknir,“ hrópaði einhver. „Afsakið,“ greip læknirinn fram í, „en ég lýsi þessu ekki svo nákvæmlega eingöngu til að krydda frásögnina. Þið mun- uð komast að raun um, að þessi nákvæmni er nauðsynleg .... Ég stóð þarna og horfði á þessa opinberun, — ég skal viðurkenna að ég var svolítið áhyggjufullur — þangað til unga konan leit til mín. Hún hafði einkennileg augu — fos- fórgræn, eins og glitrandi stjörnur. Ég var sannfærður um að ég væri ósýnilegur, þar sem ég stóð úti í myrkrinu utan við glugga sem hulinn var glugga- tjöldum — það vita allir, að ég hlaut að vera ósýnilegur. Samt sem áður fann ég að hún virti mig fyrir sér eins og um bjart- an dag væri .... Skyndilega æpti hún upp yfir sig, huldi líkama sinn ábreiðu og gróf höf- uðið í koddann. Ég ýtti gluggatjöldunum til 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.