Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 18

Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 18
Október — Nóvember Bergmál----------------------- jaínróleg og örugg í framkomu og fyrr, er hún var í lörfunum. „Segðu mér nú hvað .þú áttir við, er (þú sagðir að þú værir á einstaka sviði vitrari en ég.“ „Tja, það er ekki mikill vandi, en það tekur sinn tíma. Ég veit að þú ert einn mesti herkonung- ur heimsins. Það er gott út af fyrir sig, til að ná völdunum. En til þess að halda völdunum, og það er þó aðalatriðið, þarf annað og meira en herkænsku, til dæmis fyrst og fremst mann- þekkingu, en á því sviði ert þú sannarlega ekki eins slyngur og á orustuvellinum." „Ert þú mér vitrari á því sviði?“ „Já, vissulega. í Aþenu kynnt- ist ég mörgum aldurhnignum, vitrum mönnum, sem voru vinir læriföður þíns, Aristotelesar. Ég lærði margt af þeim og enn meira hefi ég lært í Tyrus, því að þangað komu margir hinna grísku vina minna, og þeir þekktu föður þinn, Filippus, þig sjálfan og marga af herforingj- um þínum frá Makedóníu. Þér er óhætt að treysta því, að ég þekki þá út og inn flestalla. En þú þekkir þá ekki.“ Konungur sprettur á fætur. „Þú ætlar þó ekki að' reyna að gera landsmenn mína tor- tryggilega, þessa trölltryggu menn, sem hafa fylgt mér í öll- um herferðum mínum alla leið heiman frá Makedóníu?“ „Slíkt er fjarri mér. Ég vil aðeins auka þekkingu þína á ýmsu, sem gæti orðið þér til gagns. En ég er þyrst. Þú átt sennilega ekkert gott vín?“ Konungur tekur viðbragð. „Á ég ekkert gott vín? Ég, drottnari heimsins." „Ja ....“ sagði Thais þurr- lega. „Þú getur náttúrlega reynt að spyrja birgðavörð þinn.“ Konungur slær í bjölluna: „Birgðavörðinn.“ Hann kemur. „Hvaða vín eigum við?“ „Vín frá Pontos, Pergamon og nokkur frá Persíu.“ Thais brosir og segir: „Heldri maður drekkur ekki slíkt gutl. Ég get útvegað þér Kýpurvín, hið einasta, sem heldri maður getur verið þekktur fyrir að drekka.“ „Getur þú það?“ „Já, láttu sækja Kyros, yfir- mann þrælarekstursins, en ég hefi verið hægri hönd hans í tvö ár. Hann hefir ennþá í fórum sínum tvær litlar tunnur af 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.