Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 38
Október-NÓVEMBER
B E R G M Á L
mig við það lengur. Nú er kom-
ið einum of mikið. Enginn skal
geta sagt, að ég hafi ekki verið
umburðarlynd. Hann er af allt
öðru sauðahúsi en ég, steyptur
í öðru móti eins og tengdamóðir
mín segir. Það er ekkert óeðli-
legt við það. Og á meðan þetta
er aðeins saklaust daður við
einskisverðar stelpur, þá get ég
látið sem ekkert sé, enda þótt
mér finnist það, innst inni
óskiljanlegt og heimskulegt..
En þegar hann fer og hittir
Violu Ewers á ný og fer niður á
baðströnd með henni án þess að
segja mér frá því, og fer á leyni-
leg stefnumót með henni á Bað-
hótelinu á kvöldin, þá er það
áreiðanlega ekki eingöngu sak-
laust daður lengur. Og ég fyrir-
lít uppistand. Ég rekst á hann,
— án þess að eig’a mér nokkurs
ills von, — í einum básnum
undir svölunum, þar er hann
aleinn með henni. Bölvaður
þjóns-asninn: „Tanberg forstjóri
situr niðri í einum hellinum
•undir svölunum ásamt fleira
fólki.“ Jú-jú, þar var hann í
rauðu ljósi — þar sitja þau í
faðmlögum, Terje og----Viola
Ewers. Af öllum heimsins kon-
um, þurfti það endilega að vera
Viola Ewers. Og hann sem hefir
svarið .... Nei. Hún beit á
neðri vörina, skaut hökunni
fram og ljósbláu augun skutu
gneistum. Margrét Tanberg var
fögur kona og það fór henni vel
að reiðast.
Ég' verð að tala við tengda-
mömmu, hugsaði hún. Beate er
skynsöm kona. Og hún er ein-
lægasta kona í heiminum. Jafn-
vel um sinn eigin son segir hún
það sem henni finnst.
Þarna sat frú Beate í björtu
setustofunni sinni. Það voru að-
eins liðnir tveir klukkutímar
frá því hún hafði hlustað á frá-
sögn Terje sonar síns og nú
fékk hún að feeyra útgáfu Mar-
grétar af sömu sögu. Margrét
talaði mjög rólega og stillilega
en öðru hverju varð vart við
skjálfta í rödd hennar. Hún
horfði -ekki á tengdamóður sína.
Vildi ekki láta hana sjá hvernig
henni leið. Frú Beate var á 'báð-
um áttum. Hún hafði ekki haft
tíma til að undirbúa í huganum
þá meðferð sem málið yrði að
fá. Þetta yrði erfitt mál. Þar
sem Margrét hafði ekki viljað
hlusta á Terje sjálfan .... þá
var mjög ólíklegt að hin ótrú-
lega skýring hefði nokkuð að
segja, er hún kom frá tengda-
mömmu.
36 —