Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 17

Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 17
1 9 5 6 ----------------------- þrælunum frá Tyrus frelsi. Þú veizt vel að þeir hafa ekkert til saka unnið annað en verja sína eigin borg, og slíkt er bæði rétt og heiðarlegt. Hið stóra í fari þínu er það, að þú leggur sjálfan þig jafnan í mestu hættrma í orustum, en gagnvart sigruðum óvinum ert þú jafnan mildur og réttsýnn. Hefndin á Tyrus-búum er þér ekki samboðin. Það veizt þú vel sjálfur. En ég er soltin og þyrst og þarfnast þess að fá heitt bað og annan fatnað jafn- skjótt og ég hefi fengið eitthvað að borða.“ Konungur var enn á ný orð- inn þungt hugsi og sló aftur á málmbjölluna eins og annars hugar. Þjónninn kom og beygði sig til jarðar. Konungur ávarp- aði hann svo: „Earðu með þessa konu til brytans. Látið hana fáriieitt bað, ný og falleg föt, mat og vín, svo vænti ég hennar aftur hingað að klukkustund liðinni.“ Thais kinkaði kolli og fylgdist með þjóninum út. Alexander sat einn eftir, studdi hönd undir kinn og virt- ist áhyggjufullur. Orð ungu stúlkunnar höfðu hitt snöggan blett, því að innst í hugskoti hans leyndist sú hugsun, að ---------------- Bergmál hún hefði haft rétt fyrir sér. Hann var herkonungur, hetja, mikill sigurvegari, en hann var enginn harðstjóri heldur mjög réttsýnn maður —er hann hugs- aði sig um, þá blygðaðist hann sín í raun og veru fyrir það hve mjög hann hafði látið gremjuna ná tökum á sér við Tyrus. Skyndilega tók hann viðbragð og sló á bjölluna. „Segið yfirmanni þrælarekst- ursins, að stöðva hópinn þegar í stað og veita öllum mannsæm- andi aðhlynningu.“ Enn á ný varð konungur þungt hugsi. Hvað hafði hún átt við með því, er hún sagðist vera vitrari en hann á einstaka sviði? Hann, drottnari heimsins. Það var þó ekki eintóm staðleysa, eitthvað lá að baki þeim orðum, því að það leyndi sér ekki, að hún var engin venjuleg ambátt. Þegar Thais kom aftur inn til Alexanders, sem beið hennar óþolinmóður, Ijómaði af henni allri. Hún var nú klædd /hvítri, grískri kvenskikkju, sem var ísaumuð gulli, en auk þess bar hún gullhring yfir hinum hrafn- svörtu lokkum. En hún var 15 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.