Bergmál - 01.11.1956, Síða 17

Bergmál - 01.11.1956, Síða 17
1 9 5 6 ----------------------- þrælunum frá Tyrus frelsi. Þú veizt vel að þeir hafa ekkert til saka unnið annað en verja sína eigin borg, og slíkt er bæði rétt og heiðarlegt. Hið stóra í fari þínu er það, að þú leggur sjálfan þig jafnan í mestu hættrma í orustum, en gagnvart sigruðum óvinum ert þú jafnan mildur og réttsýnn. Hefndin á Tyrus-búum er þér ekki samboðin. Það veizt þú vel sjálfur. En ég er soltin og þyrst og þarfnast þess að fá heitt bað og annan fatnað jafn- skjótt og ég hefi fengið eitthvað að borða.“ Konungur var enn á ný orð- inn þungt hugsi og sló aftur á málmbjölluna eins og annars hugar. Þjónninn kom og beygði sig til jarðar. Konungur ávarp- aði hann svo: „Earðu með þessa konu til brytans. Látið hana fáriieitt bað, ný og falleg föt, mat og vín, svo vænti ég hennar aftur hingað að klukkustund liðinni.“ Thais kinkaði kolli og fylgdist með þjóninum út. Alexander sat einn eftir, studdi hönd undir kinn og virt- ist áhyggjufullur. Orð ungu stúlkunnar höfðu hitt snöggan blett, því að innst í hugskoti hans leyndist sú hugsun, að ---------------- Bergmál hún hefði haft rétt fyrir sér. Hann var herkonungur, hetja, mikill sigurvegari, en hann var enginn harðstjóri heldur mjög réttsýnn maður —er hann hugs- aði sig um, þá blygðaðist hann sín í raun og veru fyrir það hve mjög hann hafði látið gremjuna ná tökum á sér við Tyrus. Skyndilega tók hann viðbragð og sló á bjölluna. „Segið yfirmanni þrælarekst- ursins, að stöðva hópinn þegar í stað og veita öllum mannsæm- andi aðhlynningu.“ Enn á ný varð konungur þungt hugsi. Hvað hafði hún átt við með því, er hún sagðist vera vitrari en hann á einstaka sviði? Hann, drottnari heimsins. Það var þó ekki eintóm staðleysa, eitthvað lá að baki þeim orðum, því að það leyndi sér ekki, að hún var engin venjuleg ambátt. Þegar Thais kom aftur inn til Alexanders, sem beið hennar óþolinmóður, Ijómaði af henni allri. Hún var nú klædd /hvítri, grískri kvenskikkju, sem var ísaumuð gulli, en auk þess bar hún gullhring yfir hinum hrafn- svörtu lokkum. En hún var 15 —

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.