Bergmál - 01.11.1956, Síða 9
1956
B E R G M Á L
ég kom inn í mitt herbergi að
kvöldinu. Til þess að fá forvitni
minni svalað, beitti ég kænsku,
sem bar góðan árangur.
Dag nokkurn lét ég húsvörð-
inn færa mér mat upp í íbúð
mína og fór ekkert út þann dag.
Þegar rökkvaði um kvöldið
stóð ég vörð við gluggann. Og
ekki leið á löngu áður ég veitti
því athygli að ljós var kveikt
inni hjá nábúunum. Þá læddist
ég út á svalirnar og sté yfir
járngrindina. Ég fann ekki til
neins ótta, þótt mér væri það
ljóst að ég stofnaði mér í all-
mikla hættu: Bæði gat ég átt á
hættu að hálsbrjóta mig í
myrkrinu og eins hitt að ná-
granni minn réðist á mig eins
og innbrotsþjóf.
Ég komst að upplýsta glugg-
anum, án þess að orsaka hinn
minnsta hávaða. Glugginn var
opinn, en ég sá greinilega í gegn
um gluggatjöldin, sem ég vissi
jafnframt að mundu varna því
að ég sæist.
Ég sá stórt herbergi búið
fögrum húsgögnum, sem að vísu
voru nokkuð snjáð. í einu .horn-
inu stóð breitt rúm, lágt og hlý-
legt. Ofan á þessu rúmi lá ung
og fögur stúlka. Hún var alls-
nakin. Slegið hár hennar flóði
glóbjart um höfuð hennar og
herðar. Hún skoðaði líkama
sinn hátt og lágt og teygði leti-
lega úr grönnum, liðlegum lim-
unum, eins og köttur. Mér fannst
slá gullnum bjarma á þennan
fagra líkama.“
„Nei, heyrið þér nú, læknir,“
hrópaði einhver.
„Afsakið,“ greip læknirinn
fram í, „en ég lýsi þessu ekki
svo nákvæmlega eingöngu til
að krydda frásögnina. Þið mun-
uð komast að raun um, að þessi
nákvæmni er nauðsynleg ....
Ég stóð þarna og horfði á
þessa opinberun, — ég skal
viðurkenna að ég var svolítið
áhyggjufullur — þangað til
unga konan leit til mín. Hún
hafði einkennileg augu — fos-
fórgræn, eins og glitrandi
stjörnur. Ég var sannfærður um
að ég væri ósýnilegur, þar sem
ég stóð úti í myrkrinu utan við
glugga sem hulinn var glugga-
tjöldum — það vita allir, að ég
hlaut að vera ósýnilegur. Samt
sem áður fann ég að hún virti
mig fyrir sér eins og um bjart-
an dag væri .... Skyndilega
æpti hún upp yfir sig, huldi
líkama sinn ábreiðu og gróf höf-
uðið í koddann.
Ég ýtti gluggatjöldunum til
7