Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 19

Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 19
B E R G M Á L 1 956 ----------------------- Kýpurvíni. Þær verður hann að afhenda okkur.“ Þetta orð „okkur“ snart Alex- ander óþægilega, en hann sendi þó boð eftir þrælasmalanum Kyrosi. Hún hafði rétt fyrir sér. Hann átti vínið í fórum sínum og fékk hnefafylli af gulli fyrir það. Svo settust þau Alexander og Thais að fyrstu samdrykkju sinni — en það varð ekki sú síðasta. „Hvers vegna telur þú þig. vitrari mér?“ endurtók kóngur enn einu sinni. „Vegna þess að ég er mann- þekkjari, en þú ekki. Menn sýna þér ekki sitt rétta andlit, vegna þess að þú ert kóngur.“ „Látum okkur taka til dæmis fremstu menn þína. Segjum Kassander.“ „Já, hann er mér þó tryggur og trúr.“ „Já, á meðan þú berð sigur af andstæðingum þínum, er hann of kænn til að sýna hvað í hon- um býr og hvað hann vill. En ef þú skyldir af einhverri ástæðu falla frá eða verða að lúta í lægra haldi, þá verður hann orðinn kóngur í Makedóníu daginn eftir.“ „Hm.“ „Svo skulum við minnast á persnesku stórmennin þín, sem þú hefir hafið til vegs og fengið allt of mikil völd, til dæmi^ Lyros og Stolyx. Hve lengi held- ur þú að þú getir treyst þessum augnþjónum Asíulanda?“ „Ég hefi enga ástæðu til að vantreysta þeim.“ „Nei, þú sérð það ekki, en það g'eri ég. Nú skal ég segja þér nokkuð: Þrælahirðirinn Kyros hefir haft mig í sinni þjónustu í tvö ár. Ég hefi njósnað1 fyrir hann og lært margt og mikið bæði um þig sjálfan og her- sveitir þínar og aðra þegna. En vegna þess að ég hefi aðstoðað hann margvíslega, hefi ég fengið betri mat en margur annar og lifað sæmilegu lífi. Annars hefði ég ef til vill látið í minni pok- ann.“ Þannig sátu þau tvö yfir vín- glösunum löngu eftir að nóttin hafði hulið Mesopotamiu myrkri sínu. Og upp frá þessu varð al- gjör hirðbylting. Margir af gömlu gæðingunum hurfu af sjónarsviðinu og nýjir komu í þeirra stað. Thais var ekki lengur ambátt, aðstaðan hafði gjörbreytzt. Alexander var á ýmsan hátt þræll hennar. Hún 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.