Bergmál - 01.11.1956, Síða 24

Bergmál - 01.11.1956, Síða 24
Október — Nóvember Bergmál ----------------------- lítillega þar. Hún var gæf og góðlynd, dökk á brún og brá, með augu eins og undirskálar. Litla skinnið, hún hafði víst ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Alltaf hafði hún verið jafngæf, þótt hann væri stundum búinn að drekka mikið vín þegar hann kom í heimsókn og spýtti í allar áttir. Það var ekkert smáræði af spaghetti sem hann ihafði stundum látið í sig þar. Hann 'hafði aldrei farið dult með það, að hann væri giftur og ætti tvö börn. En það hafði ekki breytt neinu. Hún þvoði skyrturnar ihans og sokkana þrátt fyrir það. Síðasta kvöldið sem ihann hafði heimsótt hana var kvöldið áður en hann lagði af stað heim. Og það var í eina skiptið, sem hann hafði séð litla skinnið gráta. Hún hafði vafið allt sem hann átti inn í dagblöð og sett það í töskuna hreint og snyrtilegt. Það myndi spara Elizu dálítið umstang, ihafði hann hugsað. Er hann hafði gengið einn og hálfan kílómeter frá stöðinni kom hann að hvítri hliðgrind í háum runna. Seth opnaði hliðið með hægð og kom nú inn á plægðan garðblett. Er hann hafði gengið um hundrað metra kom hann að steingarði, sem hann klifraði yfir og var hann þá kominn í dálítinn eikarlund. Stutt framundan sá ihann móta fyrir skóginum eins og svartri rönd. Þegar hann kom nær skóg- inum nam hann staðar og hlust- aði. Dauðaþögn ríkti allt um kring eins og í gröf. Hann beygði til -hliðar og kom brátt að heysátu, þar setti hann töskuna frá sér, fór úr 'hermannafrakkanum og huldi því næst hvort tveggja með nokkrum föngum úr sátunni. Hann skimaði í allar áttir og hlustaði. Nú skrækti fasanhani inni í skógarþykkninu. Hann brosti og bjóst til að ganga á hljóðið, en hikaði við, því nú barst annað hljóð til eyrna hans úr nokkurri fjarlægð, dauft og ógreinilegt. Nú breikkaði bros 'hans að mun. Þetta var lúðra- sveitin í þorpinu hans að spila: „Sjá hina sigrandi hetju snúa til átthaganna." Hamingjan góða. Þetta verð- ur margra mánaða umræðuefni. Hann hvarf hljóðlega inn í skógarþykknið. Tveim klukkustundum síðar kom hann aftur út að heysát- unni. Hann var heitur og sveitt- ur, enda þótt orðið væri mjög 22

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.