Bergmál - 01.11.1956, Síða 32
Október — Nóvember
B E R G M Á L-------------------
um að andartaki liðnu hafði
hann snúið bílnum og var enn
farinn að veita henni eftirför.
Myra kom nú að hliðargötu
og hljóp niður hana og kom
brátt að húsasundi sem var svo
þröngt að enginn bíll gat keyrt
þar inn.
Við enda þessa húsasunds var
timburverkstæði og hún klifr-
aði yfir nokkra timburstafla og
kom að gamalli, hrörlegri bygg-
ingu með löngum svölum með-
fram allri hliðinni. Einhvern
veginn tókst henni að klifrast
upp á þessar svalir og loks var
hún komin þangað upp er hún
heyrði skark í ruslatunnum og
vissi hún þá að 'Lester var rétt á
eftir henni, enda heyrði hún nú
brátt að hann var kominn mjög
nálægt og var all móður.
Skyndilega var eins og ein-
hver eðlishvöt segði honum
hvar hún faldi sig. Hann greip
um niðurfallsrör á veggnum og
fór að klifrast upp á svalirnar,
en niðurfallsrörið var ryðgað og
hann var að verða kominn upp
er það lét undan og Lester féll
til jarðar með allmiklum dynk.
Myra tók á öllu sem hún átti og
hljóp sem fætur toguðu. Við
enda svalanna kom hún að dyr-
um sem voru lauslega festar
aftur með járnkeðju, en þó
ekki betur en svo að hún gat
smokkað sér út um þær. Hún
var sloppin.
Lester hafði lítið sem ekkert
meiðst, hann dustaði af sér
mesta rykið og sneri því næst
sömu leið til baka óg hann hafði
komið. Hann gerði ráð fyrir því
að Myra hefði haldið aftur út á
aðalveginn, þar sem hann hafði
veitt henni eftirför fyrst.*
Hann stökk upp í bíl sinn og
ók af stað, mjög hratt.
Myra hafði klifrað yfir ýmsa
timburstafla og loks komizt út
á aðalveginn og varð hún hálf
máttvana af hræðslu, er hún
heyrði það að bíll Lesters kom á
eftir henni með ofsahraða. Um
leið og hún ætlaði að skjótast á
bak við steinstólpa til að fela
sig sá hún konu neðst við göt-
una klædda loðfeldi og með
'hvítan klút á höfði eins og hún
sjálf.
Ljós bílsins lýstu nú upp göt-
una. Og um leið og hann þaut
fram hjá Myru, þar sem hún var
í felum, hrópaði hún af öllum
mætti:
„Nei, Lester — ekki gera það,
þetta er Irene.“
En hún hefði eins getað reynt
að hrópa aðvörunarorð að stein-
30