Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 37
Bergmál
1956 --------------------------
„Þótt undarlegt sé, þá trúi ég
þér,“ svaraði frú Beate af alúð.
En ekki veit ég hvernig ég á að
fá M'argréti til að trúa því.“
Terje fann að nú hafði hún
tekið vandann yfír á sínar herð-
ar. Hann rétti úr sér eins og
hann hefði losnað við þunga
byrði.
„Þú ert indæl, mamma,“ sagði
hann, beygði sig niður að henni
og kyssti hana á kinnina. „Nú
held ég að bezt væri að ég hypj-
aði mig héðan, áður en hún
kemur. Þarf hún nokkuð að vita
um það, að ég hafi komið hing-
að? Ég ætlaði að fá lánaða
veiðistöng og skemmta mér með
urriðanum niður frá, á meðan
þú talar við Margréti og kippir
öllu í lag.“
Frú Beate ihló.
„Þú ert líkur sjálfum þér.
Hringdu hingað uppeftir, þegar
þú hefir veitt nóg í matinn,
Margréti þykir urriði goður, ef
ég man rétt.“
Hún horfði á ‘hann út um
gluggann, þegar ihann stökk inn
í bílinn og ók af stað.
Tanberg höfuðbólseigandi
stóð í dyrunum og leit til konu
sinnar yfir gleraugun.
„Var þetta ekki bíllinn hans
Terje sem hvarf þarna niður á
veginn? Og hann lítur ekki einu
sinni á mig þótt hann komi
hingað. Sá litli hrossabrestur.“
„Hann rétt rak inn nefið, en
kemur aftur í kvöld. Við vildum
ekki trufla þig.“
„Var nokkuð sérstakt að?“
Lág og vingjarnleg rödd Tan-
bergs var enn lægri en venju-
lega, það var eins og hann væri
að gæta sérstakrar varúðar.
„Það var hjónabandið eða
eiginkonan, auðvitað. Hann hef-
ir hlaupið á sig strákurinn. Nú
en það er held ég ekki svo al-
varlegt í þetta skipti.“
„Ekki veit ég hvaðan honum
kemur þetta iheita, órólega blóð.
Það er hvorki frá þér né mér,
Beate.“
„Þú segir það, elskan,“ svar-
aði Beate og brosti lítið eitt.
Margrét kreppti hvítar hend-
urnar um stýrið, en hún hugsaði
þó hvorki um veginn né akstur-
inn. Hnúar íhennar hvítnuðu að-
eins vegna þess að hún var úr
andilegu jafnvægi. Þegar hún
var í uppnámi mátti jafnan sjá
hnúa hennar snjóhvíta.
— Hann er þá, þegar allt kem-
ur til alls, sami ábyrgðarlausi,
léttúðugi strákurinn ennþá. Ég
hefi ekki hugsað mér að sætta
35