Bergmál - 01.11.1956, Page 40

Bergmál - 01.11.1956, Page 40
Október — Nóvember B E R G M Á L------------------ hægt er að finna fullnægjandi skýringu .... “ „Ég horfði á þau, með mínum eigin augum .... “ „Tja. Einn koss. Faðmlag. Er það svo hræðilegt? Meira að segja á þeim tímum, þegar ég var ung . ... “ „Það er ekki það. En Viola Ewers — ,sem hann var einu sinni trúlofaður. Hann var al- veg „bandvitlaus í henni“, það eru hans eigin orð. Og hún, — þú veizt víst hvernig hún er.“ „Já, einmitt þess vegna getum við fremur skilið Terje. Það er ekki alltaf auðvelt að vera — nógu fráhrindandi ,— gagnvart gamalli vinkonu. Auðvitað hefir hann ekki viljað vera ókurteis og því síður fruntalegur. Hann álpast út í það, að tala einslega við hana í síðasta sinn og hún reynir að telja honum trú um að eiginlega sé það aðeins hann, sem hún hafi alltaf elskað .... Hann segir að hann elski aðeins konuna sína, en þó finnst hon- um, að hann þurfi ekki nauð- synlega að neita henni um einn kveðjukoss. Nú, en við getum náttúrlega ekki beinlínis láð honum þótt það yrði ekki yfir- borðslegur systur- og bróður- koss. Fallegir karlmenn eru alltaf svolítið hégómlegir þegar kvenhyllin kemur til kastanna .... Og einmitt á þessu andar- taki rekst eiginkonan á þau .... Ja, ég segi aðeins. Þannig getur þetta hafa verið ... .“ „Tengdamamma!“ hrópaði Margrét og stökk upp af stóln- um. „Þú ert alveg ómetanleg. Þú ert áreiðanlega skarpskyggnasti sálfræðingur heimsins. Ég held að þú sért blátt áfram gædd fjarskyggni. Terje útskýrði þetta einmitt nákvæmlega á þennan hátt. Hugsaðu þér nú ef þetta væri raunverulega. sann- leikur. Þá dró hann mig í raun og veru alls ekki á tálar. En mér fannst það allt svo ótrúlegt þegar hann sagði það, — svo skáldsögulegt .... “ Þegar Margrét fylgdist með tengdamóður sinni út í garðinn stundu síðar til að sækja nokkr- ar rósir á kvöldborðið þá hló hún lágt. — „Ég hlýt að líta á tengdapabba allt öðrum augum héðan af. Þessi gamli refur . ... “ Nú er tónninn allt annar, hugsaði frú Beate, en nú var það líka eiginmaður annarrar konu, sem Margrét var að tala um .... Eftir hinn vel heppnaða 38

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.