Bergmál - 01.11.1956, Síða 41
1956
Bergmál
kvöldverð, — sem að vísu hafði
seinkað nokkuð vegna iþess að
Terje kom óvænt um kvöldið
með nýveiddan urriða í soðið
— og eftir rabb yfir kaffinu með
pabba gamla óðalseiganda við
píanóið, var frú Beate nú komin
til svefnherbergis síns og upp í
rúm, með hendurnar ofan á
sænginni. Við hlið hennar lá
Jörgen og var þegar farinn að
anda djúpt og reglubundið,
hljóðlátur og umburðarlyndur
eins og hann hafði alltaf verið
þessi þrjátíu og fimm hjóna-
bandsár, sem alltaf höfðu verið
jafn árekstralaus.
Hún bað sína einka-kvöld-
bæn:
„Ég þakka þér fyrir þennan
dag, og þó rnest fyrir það, að
mér skyldi takast að ljúga svona
vel að Margréti minni. Tilgang-
urinn gat ekki betri verið, það
veit ég þú skilur. Og þú, gamli,
góði og elskulegi Jörgen minn,
sem sefur svo vært og hefir ekki
hugmynd um að nokkurt vanda-
mál hafi verið á döfinni, — fyrir-
gefðu að ég skyldi skrökva á
þig. Þú, sem aldrei hefir stigið
eitt einasta víxlspor, eftir því
sem ég bezt veit. En ég var til-
neydd að segja það sem ég sagði.
Ég gat ómögulega farið að segja
Margréti að það hefði verið ég
sjálf, sem hafði heitt og órólegt
blóð áður fyrr. Það fékkst þú
heldur aldrei nokkru sinni að
vita. Og sofðu nú vel, elsku,
gamli góði Jörgen minn.
Við hrósum engum fyrir heilbrigða
skynsemi og gáfur, nema aðeins þeim
sem hefur sömu skoðanir og við sjálí.
★
Þú getur aflað þér vina með því að
gefa loforð, en þeir verða féndur
þínir, ef þú stendur ekki við loforðin.
★
Meðal-maðurinn fordæmir að jafn-
aði allt það, sem er ofvaxið hans
skilningi.
★
Örlítill skerfur af heilbrigðri skyn-
semi er á við heilan haug af lærdómi.
★
Mér gremst er ég sé hálf-karað verk,
ef það er skynsamlegt, þá skalt þú
framkvæma það með djörfung, en sé
það reimskulegt, láttu það þá ógert.
★
Leitaðu eftir dyggðum annarra, @n
ódyggðum sjálfs þin.
★
39