Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 47
G J Ö R Ð I N
Sfiga eflir Fedor Sologub.
I.
Kona nokkur var á gangi um
fáfarna götu í einu úthverfinu
og í fylgd með henni var fjögra
ára drenghnokki. Hún var ung
og fögur, já glæsileg kona og
hún brosti ástúðlega til sonár
síns, sem var rjóður og sællegur,
mjög hamingjusamur. Drengur-
inn var að velta gjörð á undan
sér eftir götunni. Nýrri, stórri
gjörð, sem hafði verið máluð
Ijósgul. Hann hljóp í krákustíg-
um á eftir gjörðinni sinni, rak
upp 'hlátursrokur, teygði úr
litlu, sívölu fótunum, sem voru
berir um hnén og sveiflaði stafn-
um sínum. Auðvitað hefði hann
ekki þurft að sveifla stafnum
eins hátt yfir höfuð sér eins og
hann gerði — en hvað um það?
Hvílík lífsgleði! Hann hafði
aldrei átt gjörð fyrr og aldrei
hlaupið svona mikið um ævina.
Allt var honum nýtt þennan
morgun — steinlagðar göturnar
árla morguns, heitt og bjart sól-
skinið og fjarlægur kliður borg-
arinnar. Allt þetta var drengn-
um nýstárlegt og framandi —
hrífandi og skemmtilegt.
II.
Gamall maður, hirðuleysis-
lega klæddur með grófar vinnu-
Hann færði sig upp að hús-
veggnum til þess að konan og
drengurinn kæmust fram hjá
honum ótrufluð. Gamli maður-
inn starði á drenginn sljóum
augum og brosti deyfðarlega.
Ruglingslegar, óljósar hugsanir
brutust um í höfði hans, sem
mátti heita bersköllótt.
„Svolítill herramaðurý sagði
hann við sjálfan sig. „Örlítill
hnokki, sem er blátt áfram að
45