Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 51
1956
B E R G M Á L
hans, sem samhæfðist holum
vöngunum, titraði er hósti hans
rann saman við hláturinn og
hrjúf gleðihróp bárust öðru
hverju frá tannlausum munn-
inum.
VI.
Og gamli maðurinn fór að
hlakka til morgunstunda sinna
úti í skóginum með gjörðina.
Stundum datt -honum í hug
að ein-hver kyn-ni að koma -hon-
um á óvart og hæða-st að honum
— -og slíkt vakti sterka blygð-
unarkennd í brjósti hans. Blygð-
un hans líktist ótta, þá varð
-hann máttvana svo að fæturnir
gátu ek-ki borið hann. Þá var
hann vanur að líta óttaslegi-nn
og skömmustulegur allt í kring
um -sig.
En — nei. — Enginn sást, ekki
heyrðist hið minnsta grunsam-
legt hljóð ....
Og er hann hafði leikið sér
langa stund af hjartans lyst þá
sneri hann heim til borgarinnar,
brosandi, mildur og glaður.
VII.
Enginn hafði nokkru sinni
komið honum að óvörum. Og
aldrei hafði n-eitt óvenjulegt
gerzt. Gamli maðurinn -hafði
leikið sér þarna í friði og ró dög-
um saman, en svo fékk hann
slæmt kvef ei-nn morguninn er
rakinn var óvenjulega mikill í
loftinu. Hann lagðist í rúmið og
stuttu síðar var hann dáinn.
Hann dó í sjúkrahúsi verksmiðj-
unnar, á m-eðal ókunnugs fólks,
sem lét sig Ihann engu skipta, en
um varir hans ,lék dularfullt
bros.
Endurminningarnar sefuðu
hann. Einnig hann — hafði verið
barn. Einnig hann — hafði hl-eg-
ið og skondra-st á grænu grasinu
inni á milli dökkra trjánna —
ástkær móðir hans hafði fylgt
honum með augunum.
EncLir.
Höfundur þessarar sögu
„Gjörðin“, (Feodor -Sologub)
hét Fjodor K. Tetérnikov (Solo-
gub er skálda-nafn) var rúss-
neskur rithöfundur, jafnvígur á
bundið mál sem óbundið og
óhemju afkastamikill.
En í öllum hans skrifum
finnst sama rótgróna svartsýn-
in, sem margir telja eink-enn-
andi fyrir rússneska rithöfunda
fyrir byltinguna.
Tetérnikov andaðist 1932 tæp-
lega sjötugur.
49