Bergmál - 01.11.1956, Síða 55

Bergmál - 01.11.1956, Síða 55
B E R G M Á L 1956 og hafði aðeins gefið sér tíma til þess að hringja og gefa þær fyrir- skipanir að Sandra ætti að liggja rúmföst þar til hann kæmi. Vinir Söndru fóru nú að minna á sig á ný og hún hafði því ekki margar stundir af deginum frjálsar til þess að láta sér leiðast, en þrátt fyrir það fannst Jill að henni liði ekki vel, hún væri engan veginn ham- ingjusöm. Og Jill þóttist viss um það að hugarástand hennar stafaði ekki af áhyggjum út af fætinum. Hún var komin með dökka skugg'a undir augunum og auðséð var að hún svaf ekki nóg. Jill veitti því athygli að Sandra var sérstaklega áköf er hún fletti morgunpóstinum og ef þar var á meðal eitthvert bréf sem merkt var flugpóstur, þá opnaði hún það jafnan fyrst af öllu. En auðséð var að bréf það sem hún átti von á lét bíða eftir sér, og Jill velti því fyrir sér -hvort það gæti verið frá Glenn Errol, bréfið sem Sandra beið eftir með eftirvæntingu. Ef til vill var það afskiptaleysi hans sem olli því að unga, fagra dansmærin var komin með dökka bauga undir augunum og ef svo var þá gat það aðeins táknað eitt, eða aðein? það, að Sandra væri ástfangin af Errol lávarði. En Jill var ekki sú eina sem veitti því athygli að eitthvað var bogið við líðan Söndru. Lady Amanda var nýkomin út úr herberginu einn eftirmiðdag, þegar hún mætti Jill í ganginum. „Nú iþarna eruð bér systir. Það var ágætt, því.að mig langaði einmitt til að hafa tal af yður.“ „Já, Lady Amanda — er eitthvað að?“ spurði Jill, sem var orðin mjög 'hrifin af gömlu konunni. . „Það er einmitt það sem mig langaði til að spyrja yður að,“ sagði Lady Amanda og lækkaði röddina og leit í kringum sig til þess að sannfæra sig um að dyrnar að herbergi nr. 25 væru vel lokaðar. „Hvað er að Söndru?“ „Ég held að það sé ástæðulaust að hafa áhyggjur hennar vegna, henni virðist batna dag frá degi.“ „Hm, — mér finnst telpan vera eitthvað leið í skapi og föl yfir- litum. Ef til vill er hún þreytt í dag, því að það hafa víst komið margir að heimsækja hana og allir þvaðra beir eins og páfagaukar hver upp í annan.“ „Hún ætti ekki að vera mjög þreytt af því,“ sagði Jili. „En strax — 53 —

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.