Bergmál - 01.11.1956, Síða 58

Bergmál - 01.11.1956, Síða 58
Október — Nóvember B E R G M Á L inn!“ og Victor Carrington opnaði dyrnar. Áður en Jill gat komið í veg fyrir iþað hafði Sandra losað sig og gekk nú tvö, þrjú skref óstudd í áttina til doktorsins og hrópaði upp yfir sig af gleði um leið. En í sama mund hafði hún nær misst jafnvægið og Victör Carrington greip hana um leið og hún var að detta. „Þér verðið að fara gætilega," sagði hann aðvarandi, en brosti þó. Hún leit sigri hrósandi á hann. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef getað gengið alein,“ sagði hún. „Já, en ef þér hefðuð nú dottið?“ „Það var engin hætta, þér voruð þarna doktor, við dyrnar til að taka á móti mér.“ Jill fannst það vera eilífðar tími sem dr. Carrington hélt á Söndru í örmum sér áður en 'hann bar hana að rúminu. „Gott kvöld, systir.“ Nú fyrst virtist hann vita af því að Jill var í nærveru hans. „Sjúklingurinn virðist ’hafa tekið miklum fram- förum.“ „Já, henni hefur farið mjög mikið fram,“ svaraði Jill rólega. „Svo er að sjá.“ Victor Carrington virtist vera í bezta skapi þennan dag. Hann sagði Söndru frá því að hann hefði ihitt Lady Amöndu kvöldið áður. „Mér skilst að þér flytjið til hennar þegar þér farið héðan,“ sagði hann. „Mér finnst það vera alveg prýðilegt fyrirkomulag, því að ef að yður fer jafn vel fram næstu viku hér eins og undanfarið, þá ættuð þér ekki að þurfa að vera hér mikið lengur, en gætuð haldið áfram æfingunum í London. Að sjálfsögðu undir eftirliti mínu þangað til þér íhafið náð fullum bata.“ „Það virðist svo sem læknirinn hafi hug á að útskrifa mig,“ sagði Sandra. „Já, ég hef hug á að sleppa hendinni af yður fljótlega. Að minnsta kosti sem læknir.“ „Hve langt verður þangað til ég get byrjað að dansa?“ spurði hún áköf. Hann hló góðlátlega. „Hamingjan hjálpi okkur. Þér verðið nú fyrst að geta gengið miklu betur en þér getið nú og þegar þér hafið lært það þá þurfið 56

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.