Bergmál - 01.11.1956, Síða 64
Október — Nóvember
B E R G M Á L
henni að opna augun og ná fullri meðvitund og sá hún þá inn í
reiðileg, stálgrá augu.
„Hvernig stendur á að þér skulið stofna yður í þessa hættu.
Ætluðuð þér að reyna að drekkja yður?“ spurði Victor Garrington.
„Nei, oh.“
Það er ekkert rómantískt við það að vera hálfdrukknaður, að
minnsta kosti ekki á meðan maður er enn með lungun hálf full af
vatni úr Temsá.
Hvernig stóð á að það skyldi endilega vera hann sem kom til að
bjarga mér, hugsaði hún.
En það var í raun og veru Victor Carrington, 'hann og enginn
annar.
„Þér náið yður áreiðanlega að fullu eftir nokkrar mínútur,” sagði
hann ofurlítið vingjarnlegri. Doktor Carrington var allur renn-
blautur og rann úr hári hans og fötum eftir baðið.
Jill undraðist þetta í fyrstu, en smátt og smátt gat hún farið að
hugsa skýrt og vissi þá að (hann myndi hafa stokkið út í, í öllum
fötunum, til að bjarga henni og synt með hana upp að bakkanum
hjá Broad Meadows. Jill reyndi skyndilega að standa á fætur úr
grasinu þar sem hún hafði legið endilöng á meðan Victor Carring-
ton hafði gert á henni öndunaræfingar.
„Þér eruð gegnvotur,“ hrópaði hún. „Þér verðið að fara og fá
yður þurr föt.“
Victor Carrington hló. „Já, ég skal fara og 'hafa fataskipti.“
Á sama andartaki kom Small 'gamli hlaupandi.
„Hvað gengur eiginlega á?“ spurði hann andstuttur, þegar hann
kom til þeirra. „Ég sat inni og var að drekka te, en ég heyri hálf
illa og vissi því ekkert fyrr en að það kom strákur til mín og sagði
mér að einhver hefði verið að hrópa á hjálp og það væri víst ein-
hver að drukkna, það ihefur aldrei komið fyrir hér áður.“
„Jú. það er rétt, það var ung kona að því komin að drukkna,“
sagði dr. Carrington. „Viljið þér gjöra svo vel og ná í tenpi fljótt.
Ég þarf að fara með þessa ungu konu upp á sjúkraihúsið.“
„Hamingjan hjálpi mér, er þetta ekki ein af hjúkrunarkonun-
62