Goðasteinn - 01.09.2003, Page 10
Goðasteinn 2003
Laufey Guðmundsdóttir, Egilsstaðakoti
Bæn og vísur
í tilefni af því að maðurinn minn, Hermundur Þorsteinsson, fœddur í Berjanesi í
Landeyjum 8. okóber 1913 - dáinn 31. desember 1999, hefði orðið nírœður á
þessu ári langar mig að leyfa Goðasteini að birta bœnina sem hann fór með á
síðasta afmœlisdeginum sínum sem hann lifði, 86 ára gamall.
Bæn
Ó Drottinn gefþú oss öllum
daglega að endurnýjast
fyrir þína réttlœtismyndan
alvarlega iðran, stöðuga trú,
og aflát vondra verka.
Hafðu þolinmœði yfir vorum syndum,
og fyrirgef oss allar þœr í Jesú nafni.
Ger ossfullvís um þína kvittun,
um þinn kœrleika og vorn útvalning.
Sviptu oss aldrei þinni forsjái og fulltingi,
rétttrúuðum meðbræðrum, kristilegri stjórnan,
landssins friði og lífsmeðulum.
Gefoss öllum að hvílast undir
vœng þinnar miskunnar,
í sannleikans frelsi, samviskunnar rósemi,
hjartans glaðvœrð, og hjálpsamri eftirbið.
Oss að endurleysa úr útlegðinni,
og innleiða til föðurlandsins.
O Drottinn sveipaðu oss þínu ástarhjarta,
og sykraðu allt vort mótlœti,
með forsmekk hinmeskra gœða.
Hermundur Þorsteinsson