Goðasteinn - 01.09.2003, Page 14
Goðasteinn 2003
Listamaður Goðasteins 2003: Gunnar Öm Gunnarsson
myndlistarmaður í Kambi
Myndimar eru bergmál
af andlegu ferðalagi
Á bœnum Kambi í Holtum í Rangárþingi ytra býr listamaðurinn Gunnar Örn
Gunnarsson. Flestir hafa heyrt Gunnar Örn nefndan og allir séð mynd eftir hann
meðvitað eða ómeðvitað, enda sjást þœr mjög víóa. Gunnar Örn hefur vakið
mikla athygli frá því hann kom fyrst fram og sýnt verk sín víða um heim, meðal
annars sem fulltrúi Islands á Tvíœringnum í Feneyjum sem er ein helsta
listasýning heimsins.
Engum blandast hugur um að Gunnar Örn er vel að því kominn að vera lista-
maður Goðasteins, og þóttfyrr hefði verið, hefði kannski einhver sagt. Það er að
minnsta kosti öruggt að það er kominn tími til, en Gunnar Örn hefur líka kynnt
sig vel sjálfur sem einn affremstu listamönnum þjóðarinnar um langt árabil. En
hver er hann þessi maður og hvaðan ber hann að?
- Ég er fæddur í Reykjavík 2. desember 1946, sonur Gunnars Óskarssonar,
skrifstofumanns og óperusöngvara og Guðríðar Pétursdóttur verslunarkonu úr
Garðinum, en þar var ég alinn upp að stórum hluta hjá afa og ömmu sem hétu
Pétur Vigfús Asmundsson og Guðmunda Eggertsdóttir. Til þeirra fór ég um fimm
ára aldur, síðan aftur til móður minnar í Reykjavík 11 ára og stóð svo á eigin
fótum 14 ára gamall. Það má því deila um hver ól mig upp: Móðir mín, afi og
amma eða ég sjálfur. Kannski má segja að það hafi verið samvinnuverkefni sem
teygir sig yfir rúma öld því mér var innprentað margt frá aldamótafólkinu
1800/1900: Margs konar gildi í tilverunni og ýmislegt sem mér finnst vera mikils
virði. Ættir móðurfólksins liggja frá Gerðum í Garði og hingað austur í Rangár-
þing að Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi og Bjalla á Landi.
Þess má geta að faðir Gunnars Arnar, Gunnar Óskarsson, var undrabarn í tón-
list á sínum tíma því þegar hann var aðeins tólf ára gamall höfðu komið út 6
-12-