Goðasteinn - 01.09.2003, Page 17
Goðasteinn 2003
Fjölskyldan á góðri stand.
Gunnar Örn Gunnarsson, Rósalind María Gunnarsdóttir, (tvö börn) Sunna
Guðríður Vilhjálmsdóttir, Þórður Tindur Gunnarsson, Þórdís Ingólfsdóttir, (grett-
inn drengur) Þorvaldur Oskar Gunnarsson, (tvö börn, milliröð) Gunnar Örn
Gunnarsson, Snœbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, (frá v. aftasta röð) Gunnar
Guðsteinn Gunnarsson, María Björk Gunnarsdóttir, Alexander Dan Vilhjálmsson,
Hafdís Sigurjónsdóttir,Vilhjálmur Jón Gunnarsson, Svandís Sturludóttir, (barn)
Gabríel Dan Agústsson, Agúst Erling Gíslason. A myndina vantar Sigríði
Gunnarsdóttur (elstu dóttur Gunnars Arnar) ogfjölskyldu hennar.
alltaf gengið út frá því að myndlistin sé spegill andlegs ferðalags. Ég gerði mér
ekki grein fyrir því að fyrstu tímabilin á ferlinum væru það líka og vissi ekki
hvaðan þessar myndir komu sem voru miklar átakamyndir. Ég var kallaður
Kviðristu Kobbi í íslenskri myndlist og það var ekki fyrr en löngu síðar að ég
gekk í gegnum andlega hreinsun að ýmislegt flaut upp sem hafði verið kyrfilega
gleymt og grafið. Þá kom ljóslifandi skýring á þessu gamla myndefni sem ég
hafði unnið með á mínum fyrstu árum sem myndlistarmaður. Ég geng út frá því
að myndlistin haldi áfrarn að vera spegilmynd míns andlega ferðalags - að ég sjái
enduróm af mínu andlega ferðalagi í myndum mínum - hvar ég er staddur í þeirri
andlegu vinnu sem ég stunda upp á hvern dag.
15-