Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 20
Goðasteinn 2003
Annar var Ólafur Elíasson, sonur æskuvinar míns, Elíasar Hjörleifssonar sem bjó
á Hellu en er nú látinn. Ólafur Elíasson er núna heimsþekktur myndlistarmaður.
Fjöldi sýninga heima og heiman
Gunnar Örn hefur sýnt verk sín á fjölda sýninga víða um heim. Fyrsta einka-
sýningin var í Unuhúsi árið 1970 og síðan hafa 44 einkasýningar fylgt í kjölfarið,
þar af 37 á Islandi, fjórar í Kaupmannahöfn, tvær í New York og ein í Hollandi.
Þá hefur Gunnar Örn tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars á íslandi,
Norðurlöndunum, London, París, Moskvu, New York og Chicago og á
Tvíæringnum í Sao Paulo og Tokyo. Verk Gunnars Arnar eru víða á söfnum á
íslandi, meðal annars á Listasafni íslands, Listasafni Reykjavíkurborgar, Lista-
safni Kópavogs, Listasafni ASÍ, Listasafni Keflavíkur, Listasafni Borgarness,
Listasafni Flugleiða, Listasafni Selfoss og í eigu Akureyrarbæjar. Einnig á
Guggenheim-safninu í New York, Seibu Museum í Tokyo, Moderna Museet og
National Museum í Stokkhólmi. Aðspurður um hverju hann er stoltastur af á ferl-
inurn rifjar Gunnar Örn upp að hafa verið fulltrúi þjóðarinnar árið 1988 á sýningu
sem vekur athygli um allan heim. - Já, mér þykir kannski vænst um að hafa verið
notaður af þjóðinni á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1988 þar sem ég var fulltrúi
íslands. Þar sýndi ég málverk og höggmyndir. Svo fór mín sýning áfram á gallerí
í New York árið 1989. Myndmálið þá var maður í forgrunni og íslenskt landslag
sem bakgrunnur.
-18-