Goðasteinn - 01.09.2003, Page 24
Goðasteinn 2003
Einn sólarhringur á Akureyri
16. september 2000
Við Eyjafjörð stendur bærinn með björtum svip,
á bryggjunum kyrrð, þar liggja hin stóru skip.
í nálægð er KEA, kirkjan og Listagil
þar sem kóramir syngja og málverkin verða til.
Á Sigurhæðum bjó séní, hann Matthías
sálmaskáldið með glatt og heillandi fas.
Ljóma frá verkum hans leitar á huga manns,
hið lifandi orð um dásemdir skaparans.
Og hérna bjó Davíð með dynþunga djúpa rödd,
með dýrðlegum ljóðum er þjóðin áfram glödd.
Þau komu frá hjartanu kliðmjúk af viti gjörð,
hann kvað um sitt land en fegurst um Eyjafjörð.
í brekkunum eru blaðrík hin gömlu tré
og blámóðu yfir Vaðlaheiði ég sé.
Handan við fjörðinn, falleg býli og tún
og forna veginn, sem liggur að heiðarbrún.
Frá liðnum tíma er bragur á þessum bæ,
hin bestu áhrif frá Dönum á enn sinn blæ.
Virðuleg hús, sem reist voru úr völdum við,
vindskeiðum prýdd og litrík að útlendum sið.
Skólahúsin og leikhús frá liðinni öld,
listinni er fagnað, sem hrífur þar margt eitt kvöld.
Tignarleg kirkjan stendur á brekkubrún,
með boðskap og hátíðleika vakir hún.
Og klukkna ómurinn berst yfir bæ og fjörð
um blánótt í kyrrð þá sefur himinn og jörð.
En árla rís sól, sem glampar á gluggann minn
og geislarnir leika um norðlenska kaupstaðinn.
-22-