Goðasteinn - 01.09.2003, Page 27

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 27
Goðasteinn 2003 Dr. Ármann Höskuldsson jarðfræðingur í Heklu í febrúar árið 2000 Hekla er eitt sögufrægasta og afkastamesta eldfjall okkar Islendinga. Hún hefur á tímabilinu frá landnámi til vorra daga gosið um 18 sinnum og eru þá ekki talin með eldgos sem eiga sér stað utan háfjallsins sjálfs. Lfklega hafa allt að 6 gos átt sér stað í hennar næsta nágrenni á þessum sama tíma, hið síðasta árið 1913 er Mundafells- og Lambafitjarhraun runnu. Hekla rís um 1490 m upp yfir sjávarmál. í vestri og suðri rís hún upp af um 200 m hárri sléttu og er því tilkomumikil á að líta frá lágsveitum Suðurlands. Fjallið hefur á sér mismunandi myndir eftir því úr hvaða átt á það er horft. Ur SV svipar Heklu mjög til erlendra systra sinna þar sem hún rís upp úr umhverfi sínu sem hið fullkomna keilumyndaða eldfjall. Hinsvegar sé á hana litið úr vestri er hún sem bátur á hvolfi. Þessa lögun sína hefur hún fengið vegna síendurtekinna eldgosa upp um sprungu þá er þræðir hana enda á milli frá SV til NA. Það er gaman að geta þess að sambærileg eldfjöll erlendis er eingöngu að finna á hinum enda jarðarkringlunnar, í syðsta hluta Chile. Gossaga Heklu fyrir landnám er ekki full rannsökuð, þó þekkjum við vel hin stærstu gos hennar á síðustu 10000 árum. Samkvæmt Sigurði Þórarinssyni heitn- um eru þrjú hvít gjóskulög ummerki stærstu eldgosanna, en þau má finna víða í jarðvegi á íslandi sem ljósar rendur í rofabörðum eða skurðbökkum. Elst og neðst þessara laga er gjóskulagið H5, það er um 7000 ára gamalt. Þá kemur H4, sem er um 4500 ára gamalt og loks H3, um 2900 ára gamalt. Önnur og smærri eldgos frá því fyrir landnám eru lítt þekkt, en Bryndís Róbertsdóttir jarðfræðingur hefur verið að skoða þennan tíma í æviskeiði Heklu. Landnámsmenn og afkomendur þein'a urðu fljótt varir við að náttúruöflin á íslandi bjuggu yfir ýmsu meiru og ki'öftugra en þeir áttu að venjast í Noregi eða á Bretlandseyjum. Að vísu höfðu þeir sloppið undan gríðarlegu eldgosi er átti uppruna sinn á Veiðivatna-Torfajökulssvæðinu og myndaði hið vel þekkta gjósku- lag er gengur almennt undir nafninu „Landnámslagið“, en samkvæmt rannsókn- um Karls Grönvolds jarðfæðings átti það eldgos sér stað árið 871. Ekki höfðu for- feður okkar búið í landinu í nema um 60 ár þegar gríðarlegt eldgos hófst á Skaftártungu afrétt. Eldgjá rifnaði nærri jökla á milli árið 934 og lagði lágsveitir Skaftafellssýslu undir hraun. Afleiðingar þessa eldgoss munu væntanlega hafa 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.