Goðasteinn - 01.09.2003, Side 30

Goðasteinn - 01.09.2003, Side 30
Goðasteinn 2003 flest eldfjöll í heiminum sameiginlegt, en hinsvegar er yfirleitt mikil bakgrunns- skjálftavirkni til staðar sem torveldar túlkun þeirra. Þessa bakgrunnsvirkni vantar í Heklu. I nágrenni við Heklu eru tveir skjálftamælar, einn á Litlu Heklu rekinn af Páli Einarssyni prófessor og einn í Haukadal rekinn af Veðurstofu íslands. Mælir Páls á Litlu Heklu er þeirra næmastur og nam hann fyrstu bresti upp úr kl 16:50, en Haukadals mælirinn varð fyrst var við hreyfingarnar upp úr kl 17:20 eða um 1/2 klst. síðar. Páli varð strax ljóst hvað væri á ferðinni og setti af stað ferlið sem lauk með frétt Utvarpsins síðar um daginn. Hin síðari ár hefur Veðurstofa Islands komið fyrir svokölluðum þenslumælum í aflögðum borholum víða á landinu. Einn slíkur er í borholu við Búrfell og hefur reynst drjúgur til að segja fyrir um eldgos í Heklu með skömmum fyrirvara. Eins og sjá má á mynd 2 kemur fram spennuléttir í jarðskorpunni við Búrfell upp úr 17:45. Breytingin nær síðan hámarki um kl 18:17, eða á sama tíma og eldgos hefst. Þessar spennubreytingar má rekja til þess að kvikan er farin að streyma úr kvikuhólfinu og upp til yfirborðs, breytingin nær síðan jafnvægi þegar mestu hamfarirnar eru gengnar yfir. A árum áður (sem og enn þann dag í dag) urðu menn helst varir við óróleika í skepnum skömmu fyrir eldgos. Þetta er alþekkt fyrirbrigði um allan heim bæði í tengslum við eldgos og jarðskjálfta. Ekki hefur tekist að útskýra þetta nákvæm- lega en helst er talið að skepnur séu næmari á bylgjur í jarðskorpunni en við mennirnir. Hins vegar er ekki óbrigðult að dýrin verði vör við aðsteðjandi náttúru- hamfarir. I Kína hafa um árabil allar mögulegar og ómögulegar aðferðir verið notaðar til að spá fyrir um náttúruhamfarir, þar á meðal hegðunarmynstur dýra. Arið 1975 tókst Kínverjum mjög vel upp er þeir spáðu fyrir um mikinn jarð- skjálfta í Haicheng-Liaoning-héraði og fluttu fólk í burt af áhættusvæðinu. Alls fórust um þúsund manns og um 16 þúsund slösuðust er skjálftinn reið yfir. Hins- vegar tókst ekki eins vel upp árið eftir, en þá lagði jarðskjálfti í rúst Tangshang- borg með þeim afleiðingum að um 230 þúsund manns létu lífið. Eftir eldgosið 1104 gerðu bændur og búalið í nágrenni Heklu sér grein fyrir því hvern mann nágranni þeirra hafði að geyma. Eins og góðum búanda sæmir fóru þeir að gefa Heklu nánari gaum og fylgjast með hegðun hennar. Með kynslóðum fóru því að varðveitast upplýsingar um ýmsa þætti í umhverfi Heklu er kynnu að veita upplýsingar um aðsteðjandi eldgos með tilheyrandi eimyrju og búskaða. Fyrstu heimildir fyrir langtímaspá um Heklugos byggðar á athugunum Heklubænda er að finna frá 1764. Þá er þess getið að rennsli í lækjum og lindum við Næfurholt fari minnkandi sem og að vatnsborð Selvatns sígi. Þetta voru talin skýr merki þess að í aðsigi væri Heklugos. Það var síðan 5. apríl 1766 að lengsta Heklugos frá landnámi hófst og stóð yfir fram í mars 1768. -28-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.