Goðasteinn - 01.09.2003, Page 45
Goðasteinn 2003
32. Kirkjulækur II 38. Miðkot
Hugvits stýrir Einar átt Sínum líkur seggur snar
ýtum bögu að senda. sæld burt gerði flúa.
Lögin byrjar heldur hátt, Vitjar Gísli Valhallar
svo hinir í mútum lenda. við þá hættir búa.
33. Kirkjulækur III 39. Bollakot
Þriðji bóndinn það ég veit Niðinn Óla Tóma ég tel
þessi er einatt glaður. til með hyggju ringa,
Talar oft um Sveininn sveit, hann er laginn heldur vel
sá er besti maður. heyrist mér að syngja.
34. Kirkjulækur IV 40. Hellishólar
Örfátækur Ólafur, Sigurð votta ég merkismann,
öflugt þó hann vinni, mjög greiðvikni styður.
um kviðarmótin kunnugur Yfir ræður Hólum hann
kerlingu á sinni. helli kenda viður.
35. Kirkjulækjarkot Þessar bændavísur skrifaði ég upp
Ekkja í Koti ein þar býr, eftir handriti Skúla heitins Guðmunds-
ýtar vita að sanna. sonar á Keldum á Rangárvöllum. Smá-
Ekki snotur, ofur rýr, vegis orðabreytingar gerði ég eftir því
ekki á valið manna. sem gamalt fólk hér í sveitinni sagði mér að væru réttari. Um vísu Sigurðar í
36. Lambalækur Hellishólum er það að segja að hún
Lamba- situr -læknum á, gæti verið eftir annan höfund en Þórar-
ljótan hefur skalla. in, en öruggar heimildir hef ég ekki um
Sínum krökkum segir frá það.
Svein hann þjóðin kallar. Um suma bændur eru tvær vísur og er vandséð hvor er hin upphaflega.
37. Amundakot Sagt var að Þórarinn hefði verið
í koti Ámunda karlinn Jón kærður, og orðið að greiða sekt fyrir
kokkar stóðið feita, vísuna um Jón Ólafsson í Hlíðar-
hann má reiknast þarfur þjón, endakoti.
þessu fæstir neita. Tungu, 26. apríl 1983, Oddgeir Guðjónsson
43-