Goðasteinn - 01.09.2003, Page 47
Goðasteinn 2003
Guðjón Ólafsson, Stóru-Mörk
Fjárskipti í Eyjafjalla-
hreppum 1952- 1954
A árunum 1952 til 1954 voru gerð fjárskipti í austurhluta Rangárvallasýslu. Þau
voru hluti af skipulögðum aðgerðum til þess að útrýma mœðiveiki og garnaveiki í
sauðfé, sem borist höfðu til landsins með innflutningi fjár upp úr 1930 og dreifst
síðan um mikinn hluta landsins og valdið bændum svo miklu tjóni að við það var
ekki hægt að búa.
Svæðið frá Ytri-Rangá að Jökulsá á Sólheimasandi og Mýrdalurinn voru
síðustu fjárskiptahólfin í þessum niðurskurðaraðgerðum, sem gerðar voru
samkvæmt lögum nr. 88 frá 1941 og náðu yfir meira en helming landsins. Þau
fjárskipti sem gerð voru áður höfðu verið samþykkt í flestum eða öllum tilfellum í
almennum atkvæðagreiðslum fjáreigenda á viðkomandi svæðum eða fjárskipta-
hólfum áður en til niðurskurðar kom. í atkvæðagreiðslu meðal sauðfjáreigenda í
austurhluta Rangárvallasýslu fékkst ekki tilskilinn meirihluti fyrir fjárskiptunum.
Aðalástæðan fyrir því var sú að þessar fjárpestir höfðu ekki komið upp á Eyja-
fjallasvæðinu og bændur þar töldu Markarfljót og Jökulsá á Sólheimasandi svo
góðar varnarlínur að óþarft væri að skera niður á milli þeirra og greiddu því flestir
atkvæði gegn tillögunni um fjárskiptin eins og hún var lögð fram.
Fjárskiptayfirvöldin í landinu voru ekki sömu skoðunar, enda hafði garnaveiki
verið í Fljótshlíðinni en mæðiveiki í Mýrdalnum í nokkur ár, það var því gefin út
tilskipun af ráðherra um að fjárskiptin skyldu fara fram, þrátt fyrir að þau hefðu
ekki verið samþykkt á lögmætan hátt eins og annars staðar. En þrjá fjórðu hluta
greiddra atkvæða þurfti til að samþykkt yrði og jafnframt að það væri ekki minna
en tveir þriðju hlutar þeirra fjáreigenda sem atkvæðisrétt áttu.
Ekki var vitað til þess að nokkur samgangur fjár hefði átt sér stað út yfir
Markarfljót við fé úr Fljótshlíð eða austur yfir Jökulsá við fé úr Mýrdal eftir að
fjárpestirnar bárust þangað, það var því skoðun flestra bænda í Eyjafjallahrepp-
unum að verið væri að skipa þeim að skera niður að óþörfu, því að þó svo illa
tækist til að pest kæmi þar upp síðar, væri nokkurn veginn öruggt að hægt yrði að
skera niður, áður en hún bærist út fyrir Markarfljót eða austur yfir Jökulsá.
-45-