Goðasteinn - 01.09.2003, Page 48
Goðasteinn 2003
Þrátt fyrir þetta hlýddu Eyfellingar skipuninni um niðurskurð og slátruðu allir
fé sínu haustið 1952 eins og aðrir fjáreigendur á svæðinu.
Heima í héraði hafði verið kosin 5 manna framkvæmdanefnd fjárskiptanna. í
henni áttu sæti Erlendur Árnason Skíðbakka, Guðmundur Erlendsson Núpi, Jón
Egilsson Selalæk, Olafur Kristjánsson Seljalandi og Páll Björgvinsson Efra-
Hvoli, formaður nefndarinnar var Guðmundur Erlendsson en gjaldkeri Páll
Björgvinsson.
Sauðfjársjúkdómanefnd ákvað að svæðið milli Ytri-Rangár og
Jökulsár fengi lömb af Vestfjörðum vestan girðingarinnar sem var úr
Isafjarðarbotni í Kollafjörð og úr Öræfasveit, einnig sunnanverðum
Borgarfírði haustið 1953.
Mikil áhersla var lögð á að hvergi lifði eftir kind, hvorki á útigangi eða með
öðrum hætti. Á þetta var lögð jafnmikil áhersla á sýktum svæðum sem grunuðum
eða ósýktum. Var því reynt að smala svo haustið 1952 að engin kind yrði nokkurs
staðar eftir. Samt var gerð eftirleit á afréttum Vestur-Eyfellinga og skógræktar-
girðingunni á Þórsmörk og Goðalandi sumarið 1953. Þá fundust tvær veturgamlar
ær norðan í Tindfjöllum á Þórsmörk og ein grá veturgömul kind á Goðalandi,
þessar kindur höfðu orðið þar eftir haustið áður og gengið úti um veturinn.
Ákveðið hafði verið af Sauðfjársjúkdómanefnd að fjárlaust skyldi vera í eitt ár,
á svæðinu milli Ytri-Rangár og Jökulsár á Sólheimasandi. Ekkert fé var því keypt
fyrr en haustið 1953. Þá fékkst ekki nema rúmlega helmingur þess sem fjáreig-
endur áttu rétt á að fá eftir fjárskiptalögum og reglum, vegna þess að fleiri lömb
var ekki hægt að fá á þeim svæðum sem öruggt þótti og leyfilegt var að kaupa frá,
viðbót fékkst svo haustið 1954. Eingöngu var leyfilegt að kaupa lömb en ekki
eldra fé.
Sauðfjársjúkdómanefnd ákvað að svæðið milli Ytri-Rangár og Jökulsár fengi
lömb af Vestfjörðum vestan girðingarinnar sem var úr ísafjarðarbotni í Kollafjörð
og úr Öræfasveit, einnig sunnanverðum Borgarfirði haustið 1953.
Ákveðið var að tveir og tveir hreppar skyldu kaupa og flytja í sameiningu
þannig að Eyjafjallahrepparnir yrðu saman, Landeyjahrepparnir saman og
Hvolhreppur og Rangárvellir keyptu í félagi en Fljótshlíð ein út af fyrir sig.
Framkvæmdanefndarmenn höfðu svo af hálfu heimamanna umsjón með fjár-
kaupum, flutningum og skiptum hver á sínu svæði. Þannig sá Ólafur á Seljalandi
um þetta í Eyjafjallahreppunum, Erlendur í Landeyjum og hinir þrír hver í sínum
hreppi eftir því sem við átti. Ekki var sami háttur hafður á við skipti alstaðar, í
Landeyjum hafði lömbunum verið safnað saman í Hemlu og geymd þar meðan á
-46-