Goðasteinn - 01.09.2003, Page 57
Goðasteinn 2003
Við skrifuðum vigtina á lömbunum inn í nótnabækur sem við vorum látnir hafa
með okkur í ferðina og svo létum við bændurna hafa eintak af nótunum, en eftir
vigtinni fengu þeir svo lömbin greidd síðar.
Þá kom í ljós að fleiri lömb komust á hvern bíl þegar þau komu úr
bátunum svöng og bæld eftir veltinginn á sjónum en þegar þau voru látin
á bflana úr rekstrunum.
Þá var það næst að flytja lömbin, sem ég hafði keypt þarna, inn að Arngerðar-
eyri, ásamt þeim lömbum sem Einar og Björn höfðu keypt utar í Djúpin. Til þess
voru fengnir mótorbátar frá Isafirði eða Bolungarvík. Þeim flutningum seinkaði
um einn eða einn og hálfan dag vegna veðurs. Annar báturinn kom svo að morgni
2. október og fór að taka lömbin í Skötufirðinum. Heldur gekk seint að koma
þeim út í bátinn vegna sjógangs og veðurs. Bændurnir ferjuðu lömbin út í mótor-
bátinn á litlum bátum sem þeir áttu sjálfir, en ég tók á móti lömbunum um borð.
Sérstaklega gekk illa að koma út lömbunum á Borg. Þar hafði Guðmundur bóndi
fengið nágranna sinn frá Kleifum með Iitla trillu til þess að flytja þau út. Þar
þurfti að leggja bátnum að klöpp en svo mikill öldugangur var við klöppina að
hann gafst upp við að ná lömbunum út í bátinn og fór í burt. Ég hafði farið þarna í
land til þess að hjálpa til, því Guðmundur var illa menntur við þetta. Mér fór nú
að lítast illa á að það myndi hafast að ná þessum lömbum um borð, en skömmu
eftir að trillan var farin lægði heldur og þá kom Guðmundur með sinn árabát og
með honum hafðist á endanum að koma lömbunum út í mótorbátinn. A hinum
bæjunum gekk útskipunin betur. Þar voru aðstæður betri og nágrannar hjálpuðust
að við útskipunina. Þegar öll lömbin voru komin um borð var haldið inn Djúpið.
A eftir okkur var hinn báturinn, og voru þeir með hátt á níunda hundrað lömb
samtals.
Þegar komið var inn að Arngerðareyri var lagst að bryggju. Þar var sjógangur
ekki til baga enda stóð veður af landi og fór lygnandi. Þar biðu 13 bílar sem flytja
áttu lömbin suður, og voru þeir sumir búnir að bíða hátt á annan dag. Þessi langa
bið kom til vegna þess að mikið norðaustanhvassviðri gerði þegar átti að fara að
flytja en bflarnir þurftu að vera á staðnum þegar bátarnir kæmu með lömbin því
ekki mátti koma þeim á haga þarna, þar sem mæðiveiki hafði komið upp á
Hólmavík nokkrum árum áður og samgangur sauðfjár þaðan hafði verið nokkur
við fé úr Nauteyrarhreppi. Þarna var því grunur um að mæðiveiki gæti leynst,
enda kom það á daginn síðar. Þegar fyrri báturinn var lagstur að bryggju var strax
farið að láta lömbin á bflana. Þá kom í ljós að fleiri lömb komust á hvern bíl þegar
þau komu úr bátunum svöng og bæld eftir veltinginn á sjónum en þegar þau voru
-55