Goðasteinn - 01.09.2003, Page 61
Goðasteinn 2003
í Ögurdalnum eru ekki bæir en í Ögurvíkinni eru Garðstaðir og Ögur.
Næstu tvo daga keypti ég svo lömb á bæjunum í Laugadalnum. Nú átti að
kaupa heldur færra en haustið áður, því að þá hafði fengist aðeins meira en
helmingur þeirra lamba sem kaupa átti í heildina. Nú þurfti því ekki að taka allar
gimbrar sem fáanlegar voru og því hægt að losna við að taka það allra lakasta.
Dálítið keyptum við af lambhrútum en þó færri en haustið áður.
Nú átti að kaupa heldur færra en haustið áður, því að þá hafði
fengist aðeins meira en helmingur þeirra lamba sem kaupa átti í heild-
ina. Nú þurfti því ekki að taka allar gimbrar sem fáanlegar voru og því
hægt að losna við að taka það allra lakasta.
Þegar ég hafði lokið við að kaupa í Laugadalnum fór ég út að Ögri, keypti þar
og á Garðstöðum. Þar bjó Ólafur Jónsson en í Ögri Hafliði Ólafsson, en þar var
stærsta búið þarna í Ögurhreppnum. Þar var komin dráttarvél en ég held að það
hafi ekki verið á öðrurn bæjum sem ég kom á þarna. Búskaparskilyrði sýndust
mér vera mjög erfið á flestum jörðum í hreppnum. Þó var sumstaðar búið að
stækka túnin nokkuð en skilyrði til þess voru víðast mjög slæm vegna þess hve
jarðvegurinn var grunnur og grýttur. Víðast var allt slegið með orfum og önnur
tækni við heyskapinn eftir því. Vegleysið var líka mjög tilfinnanlegt.
Þegar búið var að vigta lömbin í Ögri og Garðstöðum voru þau rekin inn að
Strandseljum, en næstu tvo daga átti svo að reka þau og lömbin úr Laugadalnum
inn að Eyri við Isafjörð.
Ég ákvað að reka með fólkinu sem ráðið hafði verið í ferðina. Mig minnir að
við höfum verið fjögur sem rákum, það var Ragna á Laugabóli og Guðjón vinnu-
maður þar, en ekki man ég nú lengur hver fjórði maðurinn var ef við vorum þá
fleiri en þrjú. Rekið var á hestum. Ég þurfti því að fá lánaðan hest. Ég bað Hafliða
í Ögri að bjarga því máli sem hann gerði, lánaði mér traustan og góðan hest.
Næsta dag sem var laugardagur 25. sept. var byrjað að safna saman lömbunum frá
öllum bæjum í Laugadalnum og þau rekin frá Birnustöðum yfir að Látrum og
síðan inn fyrir botn Mjóafjarðar og svo út með honum að Hörgshlíð. Þar fengum
við gistingu og girðingu fyrir lömbin um nóttina hjá Jóni Jakobssyni bónda í
Hörgshlíð.
Þar var nýlega byggt íbúðarhús sem hitað var upp með heitu vatni sem fengið
var úr læk sem kom út úr fjallinu skammt fyrir ofan bæinn.
Næsta dag rákum við yfir fjallið milli Hörgshlíðar og Eyrar í ísafirði sem er
fjallgarður fyrir ofan byggð í eystri hluta Reykjarfjarðarhrepps. Þar uppi á fjallinu
fórum við yfir svo slæma stórgrýtisurð að nærri lá að ófært væri að teyma hestana
-59-