Goðasteinn - 01.09.2003, Qupperneq 67
Goðasteinn 2003
Ingólfur Sigurðsson, Þingskálum
Séra Benedikt Eiríksson
100 ára ártíð
Á þessu ári (2003) eru liðin 100 ár frá andláti sr. Benedikts Eiríkssonar og eftir
þrjú ár verða liðin 200 ár frá fæðingu hans. Af því tilefni langar mig að minnast
hans fáeinum orðum, m.a. til að gera athugasemdir við ýmislegt sem um hann
hefur verið ritað, sem ég tel vera vafasamt. Sr. Benedikt Eiríksson var fæddur að
Árnanesi í Nesjum 12. nóvember 1806. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur hrepp-
stjóri Benediktsson og kona hans Þórunn Jónsdóttir, þau bjuggu síðar á Hoffelli
og eru oftast við það kennd. Þau hjónin eignuðust 16 börn, af þeim komust 13
upp og var Benedikt 6. í röðinni. Meðal systkina sr. Benedikts voru Sigríður kona
sr. Jóns Bergssonar í Einholti, Vilborg kona sr. Magnúsar Bergssonar í Eydölum
(móðir Eiríks meistara Magnússonar), Anna kona Þorleifs Hallssonar í Hólum,
Guðrún kona Gísla Jónssonar í Gröf í Skaftártungu, Guðmundur bóndi í Hoffelli,
Stefán alþingismaður í Árnanesi og Eiríkur bóndi í Svínafelli. Um framætt sr.
Benedikts er þetta að segja: Eiríkur var sonur Benedikts bónda í Árnanesi, Bergs-
sonar prests í Bjarnanesi, Guðmundssonar prests á Hofi í Álftafirði, Högnasonar,
og konu hans Sigríðar Eiríksdóttur prests á Sandfelli, Oddssonar á Búlandsnesi
Jónssonar. Móðir Benedikts Bergssonar hét Guðrún Olafsdóttir ættuð úr Skaga-
firði, en móðir Sigríðar Eiríksdóttur var Vilborg Þórðardóttir á Starmýri Þorvarðs-
sonar, Þórunn var dóttir Jóns sýslumanns á Hoffelli, Helgasonar á Svertings-
stöðum í Eyjafirði Ólafssonar og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur prests á
Hallormsstað, Guðmundssonar prests á Stafafelli Magnússonar. Móðir Jóns
Helgasonar hét Guðrún Hallgrímsdóttir, en móðir Sigríðar Magnúsdóttur hét
Kristín Pálsdóttir. Séra Benedikt var 7. maður í beinan karllegg frá Ólafi Guð-
mundssyni sálmaskáldi á Sauðanesi, en 5. maður í beinan kvenlegg frá Stefáni
Ólafssyni skáldi í Vallanesi.
Séra Benedikt var tekinn í Bessastaðaskóla árið 1825, en varð stúdent árið
1832, með heldur góðum vitnisburði, voru þeir „Fjölnismenn“ meðal skólabræðra
hans. í þessu sambandi langar mig að minnast á eina sögu sem gengið hefur frá
skóladögum hans. Páll Melsteð sagnfræðingur segir frá því að einhvern tíma
þegar hann var í skóla hafi þrír skólapiltar verið að synda í Bessastaðatjörn, um
vetur í frosti og kulda, alls berir, og einn þeirra hafi verið Benedikt Eiríksson.
Ekki veit ég hvort þessi frásögn er rétt, en svolítið finnst mér hún tortryggileg,
-65-