Goðasteinn - 01.09.2003, Page 71
Goðasteinn 2003
og þegar Brynjólfur reyndi að koma í veg fyrir að hesturinn hlypi fyrir bíl á
veginum varð hann sjálfur fyrir bílnum og beið bana af. Þetta var 9. október
1935. Brynjólfur var vel gefinn maður, mjög músikalskur, en mun hafa verið
sérsinna. Hann var ókvæntur og barnlaus.
2. Guðrún f. 1862. Hún giftist árið 1903 mági sínum Arna Arnasyni í Látalæti,
sem áður átti Þórunni systur hennar. Börn þeirra voru fjögur. Arni lést 1912.
Eftir það var Guðrún í vinnumennsku uns hún flutti til barna sinna í Reykjavík.
Guðrún lést 3. júní 1947.
3. Þórunn f. 1864. Hún giftist árið 1893 jafnaldra sínum Árna Árnasyni frá
Skammbeinsstöðum. Þau bjuggu fyrst í Moldartungu í Holtum, síðan í
Látalæti, áttu sjö börn, sex lifðu. Þórunn lést 6. desember 1901. Rúmlega ári
síðar giftist Árni Guðrúnu systur hennar.
4. Halldóra f. 1865. Hún dó 4 ára.
5. Sólveig f. 1869. Hún ólst að miklu leyti upp hjá séra Benedikt afa sínum, flutti
með honum að Saurbæ. Hún giftist þar 1895 Guðjóni Jónssyni. Hann var
fæddur í Bugum í Stokkseyrarhreppi, en ólst frá fimm ára aldri upp í
Guttormshaga. Þau byrjuðu að búa í Nefsholti 1897, bjuggu þar í 25 ár, en
voru eftir það í húsmennsku. Þau eignuðust átta börn, sjö lifðu. Sólveig lést 6.
mars 1937, en Guðjón lifði til 1949.
6. Halldóra f. 1875. Hún giftist 1910 Jóhanni Magnússyni bónda í Snjall-
steinshöfða, Jóhann lést árið 1929, en Halldóra bjó til 1931, flutti nokkru síðar
til Reykjavíkur og átti þar heima upp frá því. Halldóra lést 28. apríl 1970. Þau
Jóhann voru barnlaus, en ólu upp tvö fósturbörn.
Eyfríður dóttir Eiríks Benediktssonar var f. 1868, ólst upp hjá séra Benedikt
afa sínum og fylgdi honum meðan hann lifði. Eftir lát hans hélt hún áfram að vera
vinnukona í Saurbæ þó að þangað kæmu nýir ábúendur. Hún átti þar heima til
dauðadags. Eyfríður lést 26. apríl 1954, ógift og barnlaus.
Læt ég þessari ritgerð lokið.
C? Lyf&heilsa
yy A P Ó T E K
Hellu sími 487 5030
Hvolsvelli sími 487 8630
-69-