Goðasteinn - 01.09.2003, Page 73

Goðasteinn - 01.09.2003, Page 73
Goðasteinn 2003 þurftu að geta haldið sér, og var því mikill þungi á rekkverkinu þegar brotsjóirnir sem færðust nú mjög í aukana með vaxandi aðfalli gengu yfir skipið. Ekki vissum við, sem frammi á vomm, hvort nokkurt samband hefði náðst við land fyrr en nokkuð var liðið á nóttu, að þrír menn, sem í brúnni voru, komust við illan leik fram á hvalbak. Það voru þeir ísleifur Ólafsson, Reykjavík, Guðmundur Sigurðsson, Reykjavík og Arni Þorsteinsson, Keflavík. Þeir sögðu okkur, að örugglega hefði náðst samband við land, en ekki hefði verið hægt að gefa upp nákvæma staðarákvörðun, þar sem engir vitar eða kennileiti sáust, sem gætu gefið til kynna hvar við værum. Við reiknuðum með, að nokkur tími gæti liðið þar til við fyndumst; að öðru leyti voru þetta gleðifregnir. Það kom á daginn, að alllangan tíma og mikla fyrirhöfn tók það björgunar- sveitina í Grindavík að finna okkur og koma á staðinn þeim áhöldum og tilfær- ingum, sem til þess þurfti að hefja björgunarstarf. Landslagið var allt mjög ógreitt yfirferðar og þar að auki mikill snjór á jörðu, að ógleymdu náttmyrkri og illviðri. Þessi nótt átti sýnilega eftir að verða örlagarík fyrir skipshöfnina á Skúla fógeta, og væri varla ofsagt að hún hafi verið óslitinn og allharður bardagi milli lífs og dauða, enda stórt skarð þegar rofið í hópinn. Allir, sem í brúnni voru, tólf menn, höfðu þá þegar sýnilega allir farist og þar að auki einn af þeim sem á hval- baknum voru, og ennþá gat verið tvísýnt um afkomu margra og ef til vill allra, sem enn voru á lífi. Sýnilegt var, að kuldi og vosbúð ásamt átökunum við að halda sér í ólögunum voru smám saman að lama viðnámsþrótt margra og kom þá í ljós eins og ævinlega fyrr og síðar, að forsjónin hefur úthlutað mönnum misjafn- lega stórum skammti af viðnámsþreki. Það væri þá ekki óeðlilegt að það, sem við köllum andlegt þrek hafi undir sömu eða svipuðum kirngumstæðum orðið fyrir einhverju hnjaski, sem gæti haft þær afleiðingar að ýmsir bæm þess aldrei bætur hérna megin grafar. Ég er sem sagt svo vantrúaður, að mér finnst varla trúlegt að áframhaldandi mannlíf og lífsbarátta með öllum sínum annmörkum og áföllum sé yfirleitt fært um eða heppilegur grundvöllur til að geta verið gróðurreitur mannlegra meina. Aðstaðan hjá okkur frammi á fór nú stöðugt versnandi eftir því sem nær dró flóði, rekkverkið sem við höfðum fram að þessu haft til að halda okkur í var nær allt sundurliðað, og víða farið, svo vonlaust var að reyna að hafast þar við lengur. Við færðum okkur þá að akkerisspilinu, sem var á miðjum hvalbaknum, og var þar að öllu leyti mun verri aðstaða, lítið til að halda sér í fyrir svo marga menn, og allmikið nær og varnarminni fyrir ólögum, sem ekkert lát var á, enda ekki komið flóð. Ekki var þurr þráður á nokkrum manni, og flestir orðnir berhöfðaðir. Þó minnist ég ekki að hafa heyrt æðruorð til nokkurs manns alla þessa nótt. Vafalaust hefur þó mörgum orðið á að líta yfir liðna ævi og hugsa heim til ættingja og vina og ef til vill hugleitt hversu kuldaleg endalok mannlegrar tilveru gætu orðið. Þar -71-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.