Goðasteinn - 01.09.2003, Page 75
Goðasteinn 2003
Þeir sem björguðust á Skúla fógeta efsta röð frá vinstri: Sólberg Eiríksson háseti, Arnar
Sigmundsson háseti, Sigursveinn Sveinsson háseti, Guðjón Marteinsson bátsmaður, Kristinn
Stefánsson 2. stýrimaður, Matthías Jóchumsson háseti, Ingóljur Gíslason háseti, Hjalti Jónsson
háseti, Árni Þorsteinsson háseti, Stefán Benediktsson 1. stýrimaður, Isleifur Olafsson háseti,
Kristján Magnússon háseti, Guðmundur P. Sigurðsson háseti, Sœmundur Auðunsson háseti,
Porsteinn M. Guðmundsson háseti, Olafur Markússon háseti, Jón Magnússon háseti, Halldór
Magnússon háseti, Magnús Þorvarðarson háseti, Lúðvík Vilhjálmsson háseti, Ásmundur Jónsson
háseti, Ingvar Guðmundsson háseti, Ragnar Marteinsson háseti, Hallmann Sigurðsson háseti.
okkur öllum fundist, að valið væri svo augljóst að um það þyrfti ekki að velta
vöngum, og geta það víst talist eðlileg og mannleg viðbrögð. Þó verður varla sagt,
að leiðin sem við vorum staddir á þessa nótt hafi haft upp á neinn sérstakan lúxus
eða öryggi að bjóða eða gæfi ótvírætt tilefni til þeirrar ákvörðunar, sem flestir eða
allir mundu hafa tekið, einkum þar sem margir voru misjafnlega vel á sig komnir
eftir hina tvísýnu og óútkljáðu orrustu um þessar tvær leiðir: áframhaldandi
mannlíf eða líkamsdauða.
En nú var ekki lengur tími til heilabrota. Næst var að draga til okkar línuna, og
til þess lögðu allir af mörkum það, sem hver hafði yfir að ráða í þeim efnum. Eftir
langa stund höfðum við dregið inn skotlínuna, sem var bæði grönn og löng, enda
mun vegalengdin til lands hafa verið á að giska 2-3 hundruð metrar. Við endann
á henni kom svo allmiklu sverari lína, en álíka löng; síðast kom svo 3ja tommu
-73-