Goðasteinn - 01.09.2003, Side 77
Goðasteinn 2003
Þeir sem fórust á Skúla fógeta efsta röðfrá vinstri: Gunnar Jakobsson kyndari, Jakob Bjarnason
1. vélstjóri, Ingvar Guðmundsson 2. vélstjóri, Sigurður Engilbert Magnússon liáseti, Eðvarð
Helgason háseti, Asgeir Pétursson háseti, Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri, Markús Jónasson
loftskeytamaður, Sigurþór Júl. Jóhannsson háseti, Guðmundur Stefánsson 2. matsveinn, Eðvarð
Jónsson matsveinn, Sigurður Sigurðsson brœðslumaður, Jón Kristjánsson kyndari.
í fyrstu vorum við að hugsa um að geyma annan brúsann þar til þeir kæmu,
sem aftur á voru. En áður en við vissum vorum við búnir úr báðum og höfðum
ágæta lyst á meira. Þegar við komum í land var okkur sagt, að biðin hefði verið
eitthvað á þriðja tírna. En strax og þeir Jón og Stefán töldu fært að komast fram á
sættu þeir lagi, fyrst fram í brú og á næsta lagi fram á hvalbak.
Þegar þeir voru komnir, fóru þeir Sigursveinn og Jón strax í land. Þegar við
Stefán vorum komnir í stólinn var enginn til að passa upp á að hann festist hvergi,
enda festist hann á stefni skipsins, og lentum við í nokkru braski við að losa hann.
Það leit helst út fyrir að skipið vildi halda sem lengst í þessar síðustu mannverur,
sem voru að yfirgefa það í síðasta sinn eftir margra ára ágæta sambúð.
Með þeim fyrstu, sem tóku á móti okkur í fjörunni ásamt hinni ágætu björgun-
arsveit, var Kristinn annar stýrimaður, og hafði hann verið þar síðan hann kom
fyrstur í land og þar til við komum síðastir. Hann hafði frá upphafi sýnt bæði karl-
mennsku og dugnað við allt sem hægt var að gera í þessu sambandi.
-75-