Goðasteinn - 01.09.2003, Page 79
Goðasteinn 2003
Auðunn Bragi Sveinsson
Nokkrir bragir og ljóð til
Þykkvabæjarkvenna
Kvenfélagið Sigurvon 20 ára, 21. febrúar 1960
Á árunum 1960 til 1968 flutti undirritaður gamanbragi í Þykkvabæ, fyrir utan
það, sem hann flutti þorrabragi á árabilinu 1958 til 1978, alls 16 að tölu. Þegar
Kvenfélagið SIGURVON varð 20 ára, flutti undirritaður brag um kvenfélags-
konur, undir lagboðanum „Flökku-Jói“:
Nú skal færa flest í lag,
fljóðum syngja nýjan brag.
Geyma það, sem gagnlegt er,
en gleyma því, sem miður fer.
Jóna er fær í flestan sjó,
finnst þó reyndar komið nóg.
í skemmtinefndum sómir sér
og Sigvalda það gleði er.
(Jóna Guðnadóttir, Borgartúni, og Sigvaldi Ármannsson)
Sigríður er fær í flest,
af fljóðum vindla reykir mest.
Hún varð sér úti um veg og fremd,
í varastjórn og skemmtinefnd.
(Sigríður Magnúsdóttir, Odds-Parti).
Anna gengur auðnustig;
ekkert lætur binda sig.
Og því sækir alls kyns mót,
og æst í sérhvert þorrablót.
( Ánna Markúsdóttir, Vestur- Holtum.)
-77-