Goðasteinn - 01.09.2003, Side 83
Goðasteinn 2003
Kvennabragur, 18. mars 1961
Þið konur, sem karlana yngið,
og kelið og dansið og syngið,
nú yrki ég til ykkar örlítil stef,
en efni mjög takmarkað hef.
Þið konur, sem rexið og rífist,
og roðnið og bliknið og hrífist,
þið kunnið að meta minn kvensama
brag;
- með kæti svo tökum við lag.
Nú kveðjum við góu með gríni,
og gott er að veturinn dvíni.
Og bráðum er komið hið blíðasta vor
og blómin við hvert okkar spor.
Nú dreifum við vetrarins drunga,
því dansinn mun gera" okkur unga.
Og kaffið er indælt á könnunum til;
og kökunum gerum við skil.
Já, kvenfélagskonumar blakta;
þær kunna svo fjölmarga takta.
Og Guðrún hún stjómar þeim
starfsama her
og stórvirk í framkvæmdum er.
(G. Elíasd. Hábæ).
Hér verður ei drukkið til vansa,
menn vilja við konurnar dansa.
Þó banna ég engum að taka sér tár;
menn tempra það sjálfsagt í ár.
Ef nefndi ég allar með nafni
af nýtasta meyjanna safni,
þá færi minn bragur í fimmtíu vers;
og fár held ég óskaði þess.
En konurnar verð ég að kynna,
sem kvenfélagsballinu vinna.
Þær skúruðu, ræstu og báru á borð.
Ég ber þeim mín fegurstu orð.
Þá eru það Didda og Dóra,
sem duga, en vilja'ekki slóra.
Og hvar sem á balli skal bæta sitt geð
er betra að hafa þær með.
Og Hallfríður þakkirnar hlýtur,
því hér af svo margur þess nýtur,
að kleinurnar bakar hún bestar í sveit;
sú bæta mun kvenfélagsreit.
Við komum á kvenfélagsvælinn;
með kæti þá dönsum við rælinn,
og valsa og polka og viðlíka skokk;
þau villtustu dansa þó rokk.
Hér finnum við fljóðin hin völdu:
þær Friðsemd og Borghildi og Öldu,
sem störfuðu vel fyrir góunnar geim.
- Já, gott er að vera hjá þeim.
Og Sigríði og Guðjónu sendum
við sóninn, þeim ágætis kvendum.
Og prestsfrúin Dagbjört sem víkingur
vann;
til verkanna dável hún kann.
Nú kveðjum við góu með gríni,
og gott er, að veturinn dvíni.
Með söngvum og hjali mun dátt verða
drótt.
- Svo dönsum við langt fram á nótt.
81-