Goðasteinn - 01.09.2003, Side 84
Goðasteinn 2003
Haraldur Guðnason frá Vatnahjáleigu
„Drag0r“ strandar á
Bakkafjöru
6. desember 1920 strandaði danskt flutningaskip „Drag0r” á Bakkafjöru. Drag0r
var fjórmöstruð skonnorta með 160 hestafla díselvél, smíðuð í Svendborg 1917
um 600 lestir að stœrð. Skipið var á leið til ísafjarðar til að sœkja fiskfarm sem
flytja átti til útlanda. Skipverjar voru 11. Skipstjóri var Peter C. Petersen. Skipið
strandaði kl. 6 síðdegis. Brim var mikið, hátt í og barst skipið hátt á land.
Björgvin Vigfússon sýslumaður hélt næsta dag suður í Hólmahverfi, 6 tíma
reið, til að halda sjópróf og gera nauðsynlegar ráðstafanir. Hann hafði aðsetur í
Hólmum hjá Gunnari Andréssyni bónda og hreppstjóra. Hinn 9. desember tók
lögreglustjóri sjóferðaskýrslu. 10. desember fór sýslumaður á strandstað ásamt
skipstjóra og fleiri úr áhöfn. Eftir klukkustundar og korters göngu komu þeir á
strandstað kl. 12 á hádegi. Þá mátti ganga þurrum fótum að skipinu landmegin.
Sjór var í lestum skipsins. Það hafði færst til vesturs um 300 faðma.
Ahöfnin var í skipinu fyrstu nóttina, en svo fluttir á bæi í Hólmahverfi, Hólm-
um, Hólmahjáleigu og Bakka.
Komu nú fyrirmæli vátryggjenda „Brokes” að reyna að ná skipinu út. Ná olíu
ef tunnur fáist.
Að kveldi 10. desember er bókað í strandbók: „Með því veðrið var nú farið að
lægja og nýtt tungl fer í hönd þótti lögreglustjóra eftir atvikum tryggara að setja
verði við skipið nótt og dag og kvaddi til þess Magnús Gunnarsson Hólmum og
þrjá aðra menn af næstu bæjum sem heita Guðmundur Jónasson, Hólmahjáleigu,
Loftur Þórðarson Bakka og Sigurður Sæmundsson Tjörnum. Skulu þessir menn
gæta þess fyrst um sinn tveir og tveir saman til skiptis, að ekkert glatist af manna-
völdum skipinu tilheyrandi.“
Hinn 11. desember er sýslumaður í Hólmum ásamt Sæmundi Ólafssyni oddvita
á Lágafelli sem gaf eftirfarandi skýrslu:
„Skipið er sokkið 3 fet í sand, hallar mikið til sjós. Bakborðshliðin frá kinnung
til skuts gengin inn um ca. 58 cm., margir naglar slitnir, bitar og rangir bognar,
dekkið bungar upp. Nokkur sjór í skipinu, útlit að allt fari í sjó ef ekki bjargað
strax“.
-82-