Goðasteinn - 01.09.2003, Page 90
Goðasteinn 2003
Bærinn Miðkot í Vestur-Landeyjahreppi stendur á allháum hól sem tengist
hæðardrögum sem eru í höfuðstefnu norðaustur-suðvestur.
I Goðasteini 1988 er frásögn Jónínu Jóhannsdóttur frá Þinghól, um huldufólk í
Miðkoti, sem hún hafði eftir föður sínum Jóhanni Þorkelssyni, sem fæddur var í
Miðkoti árið 1870. Þar segir m.a. að börn sem voru að leik í laut norðan í hólnum
heyrðu sagt: „Farið þið frá birtunni krakkar.”
Bæjarhóllinn er nokkuð hár og aflíðandi til suðurs en norðvestur hlið hans er
mjög brött og óslétt og á henni ströng viðurlög um að ekki megi slétta hólinn, né
skerða á nokkurn hátt. En ólíkt mörgum öðrum álagablettum mátti slá hólinn og
hirða heyið meðan handverkfæri voru notuð.
Norðan í þessari brekku eru tvær lautir sem augsýnilega líkjast dyrum með
vindauga fyrir ofan eins og algengt var á gömlu torfhúsunum, enda ganga þessar
misfellur undir nöfnunum dyr og gluggi, samanber frásögnina hér að framan.
Frá Ysta-Koti sem er næsti bær vestan við Mið- Kot, átti oft að hafa sést ljós í
hól þessum á kvöldin.
Þessi saga segir frá merkilegu nábýli manna og huldufólks, þar sem menn
bjuggu sunnan megin á hólnum en huldufólkið norðan í hólnum.
Þetta var hið besta nágrenni og árekstralaust færu hinir mannlegu ábúendur
ekki of nærri hinum ósýnilegu mörkum.
En gerðu þeir það fengu þeir alvarlega viðvörun. Sem dæmi um það má nefna
að þegar Kristinn, faðir Asdísar, þá ungur maður, vildi slétta út þúfu norðan til í
hólnum fékk hann svo mikinn og sáran augnverk að hann varð að hætta við og
leita augnlæknis í Reykjavrk sem var mikið fyrirtæki á þeim tírna. En þetta varð
til þess að þúfan slapp. Fleiri dæmi mætti ugglaust til tína. Núverandi ábúendur
Asdís Kristinsdóttir sem fædd er og uppalin í Miðkoti og maður hennar Þórir
Olafsson telja bæði sjálfsagt og eðlilegt að virða þessi munnmæli og vernda
hólinn eins og hann er.
Frásögn þessi erfest á blað af Magnúsi Finnbogasyni á þorradaginn 2003.
Eftir frásögn Asdísar Kristinsdóttur.