Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 99
Goðasteinn 2003
Pálmi Eyjólfsson, Hvolsvelli
Rangæingabúð
Hvítasta og fallegasta samkomutjaldið
á Alþingishátíðinni 1930
Alþingishátíðin, sem haldin var með miklum glœsibrag á Þingvöllum, hófst 26.
júní 1930, sem bar upp áfimmtudag, og vakti mikinn fögnuð í Rangárþingi og um
land allt. Og ekki er hægt að að hugsa sér fegurri samkomustað en Þingvöll,
þegar listaverk náttúrunnar brosa við augum á björtum sumardögum, þegar
vatnið speglar fjöll og hverareyki.
Áður en hátíðin hófst höfðu tveir höfðingjar í Reykjavík afhent Rangárvalla-
sýslu að gjöf hvítasta og fallegasta samkomutjaldið, sem á Leirunum stóð og
blakti þar reisulegt í sólgolunni. Á risi þess var letrað með stórum svörtum stöfum
RANGÆINGABÚÐ. Til hliðar við það var tjald Árnesinga og Vestmannaeyinga.
Rangæingabúð var talin rúma 250 manns og í því var miðstöð Rangæinga meðan
á hátíðinni stóð. Gefendurnir voru Rangæingar í húð og hár, landsþekktir athafna-
og merkismenn, en þeir voru Tómas Tómasson frá Miðhúsum í Hvolhreppi, sem
stofnaði Ölgerðina Egil Skallagrímsson og var forstjóri hennar, en hún var um
áraraðir við Njálsgötu og Frakkastíg og lagði maltilminn um göturnar þegar
gengið var framhjá þeim. Hinn gefandinn var Jón Ólafsson frá Sumarliðabæ í
Ásahreppi, einn af fyrstu togaraskipstjórunum, alþingismaður Rangæinga 1931-
1937, áður alþingismaður í Reykjavík. Hann var og framkvæmdastjóri annars
stærsta togaraútgerðarfélags landsins, Alliance. Síðar varð hann bankastjóri
Útvegsbankans og gegndi því starfi til æviloka. Bróðir Jóns var Gunnar útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, venjulega nefndur Gunnar á Tanganum, en á Tang-
anum var verslun hans og athafnasvæði. Svo og var einn bræðranna Bogi Ólafs-
son menntaskólakennari við Menntaskólann í Reykjavík.
Sýslunefnd Rangárvallasýslu ákvað að hafa veitingar á hátíðinni og samdi við
Mjólkurbú Ölfusinga, sem einmitt tók til starfa árið 1930, en var stofnað tveim
árum áður en Mjólkurbú Flóamanna, sem stofnað var árið 1929. Sagt hefur mér
verið að pantað hafi verið í nýja mjólkurbúinu eitt og hálft tonn af skyri, sem var
fullt hlass á nýja Fordinn, sem nú var kominn til sögunnar og bar hálfu tonni
meira en gamli Fordinn. Ekki er vitað hvort allar þessar birgðir fóru á hátíðina.
-97-