Goðasteinn - 01.09.2003, Side 101
Goðasteinn 2003
Gamli bœrinn í Hemlu V-Landeyjum Húskveðja: Ingibjörg Magnúsdóttir, eiginkona Agústar
Andréssonar, hreppstjóra kvödd síðla hausts 1945. Sést í hornið á Rangœingabúð og líklega bíl
Ingólfs Jónssonar, alþingismanns á Hellu, L -12. Ljósm. Bruno Schveizer.
Tjaldið stóra og góða átti eftir að setja meiriháttar glæsibrag á samkomur í
Rangárþingi í tæplega tvo áratugi. Lítil ungmennafélagshús voru til í hreppum
sýslunnar, sem voru alltof lítil þegar mikið stóð til, svo sem stjórnmálafundir og
íþróttamót. Frá árinu 1910 og fram á miðja síðastliðna öld voru stórir viðburðir á
hverju vori, þegar héraðsmótin voru haldin að Þjórsártúni svona rétt fyrir sláttinn.
Arnesingar og Rangæingar héldu þessar stórsamkomur sameiginlega. Þar var
lengi greiðasala, húsakynni mikil og húsbændurnir, Guðríður Eiríksdóttir og
Ólafur ísleifsson læknir, víðkunn sæmdarhjón, studdu vel félags- og framfaramál
og lánuðu fúslega hluta af túni fyrir norðan íbúðarhús sitt, svonefnda
Konungsflöt.
Arið 1930 féll Þjórsármótið niður, en 1931 var hin glæsilega Rangæingabúð
reist í fyrsta sinni á Konungsflötinni og bar hátt yfir hátíðarsvæðið. Nafnið Kon-
ungsflöt kom til árið 1907 þegar Friðrik Vlll. Danakonungur kom að Þjórsártúni,
en á þeim stað héldu Árnesingar og Rangæingar í áratugi sínar stórhátíðir svo sem
áður er getið.
Önnur stórhátíðin, Landréttir, einskonar þjóðhátíð Rangæinga vestan Ytri-
Rangár, var haldin um áratugi. Þar var ekki skipulögð dagskrá, en sungið og
dansað og réttarpelar á lofti, harmonikkumúsik, one-step, löng skref í tangóunum,
rólegir valsar, með tilheyrandi vangadansi. Heimagerð vínföng geymd undir
hnökkum, úti í móa, eigendurnir ekki hræddir við „helvítis pólitíin“, þegar búið
-99-