Goðasteinn - 01.09.2003, Page 102
Goðasteinn 2003
var að drekka í sig kjarkinn. Það var stemming og heillandi og framandi andrúms-
loft í Rangæingabúðinni, reykjarlykt af Commander, Fílnum og May-blossom
sígarettum. Þama var uppskeruhátíð sumarsins, kaupakonurnar að kveðja fagrar
sveitir, vinafólk og stundum mannsefnin. Kvenfélagskonur berandi bakkelsi,
kaffilykt, landalykt, suð í prímusum, verið að henda út ýlfrandi hundum sem
fylgja vildu húsbændum sínum í dýrðina.
En upp úr 1930 fór heimskreppan heldur betur að segja til sín. Hún var ekki
séríslenskt fyrirbæri. Heimskreppunni fylgdi atvinnuleysi og mikið verðfall á
landbúnaðarafurðum. í fundargerð sýslunefndar Rangárvallasýslu vorið 1932 má
lesa: „Að rétt væri að takmarka skemmtisamkomur þannig, að leyfa hverjum
hreppi eina skemmtisamkomu vor og haust og tvær að vetrinum, en banna allar
slíkar samkomur um sláttinn, sem standi lengur en til kl. 10 síðdegis."
Þegar Rangæingabúð fór að ljá skjól sitt fyrir vangadansinum og one-stepinum
og veitingarnar í Landréttum, var búið að ryðja Réttarhraunið sem er sunnan við
Hrólfsstaðahelli, fallega býlið sem stendur á brún Þjórsárshraunsins, en á þeim bæ
ólst upp Guðmundur skólaskáld. Árið 1934 voru taldir á réttarflötinni 108 bílar,
meirihluti kassabílar, segir í „Göngum og réttum“. Þá var líka sungið undir heill-
andi harmonikkumúsik. Landréttir voru stórhátíð haustsins. „Það leynist stundum
lagleg stúlka í ljótum kassabfl“ sungu góðglaðir menn með réttarpelann sinn á
lofti. Bflstjórar með kaskeiti með gljáandi skyggnum, virtir menn eins og flug-
stjórar urðu seinna.
Tveir bræður frá Dalsseli voru á þessum árum þekktir hljóðfæraleikarar, þeir
hétu Valdimar og Leifur Auðunssynir. Saga er um það, að stór og sterk kona ofan
af Rangárvöllum hafi á dansleik í Landréttum lyft litlum og grönnum karlmanni
sem hafði verið að dansa við hana í háaloft og hent honum á tjaldvegginn með
þeim afleiðingum að tjaldið rifnaði og hinn ástleitni aðkomumaður hafi lent á
bakinu utantjalds. Hin gjörfulega kona kærði sig ekki um þukl séntilmannsins.
Jón alþingismaður sem áður er nefndur frétti um afrekið til Reykjavíkur og lét
gera við tjaldið á sinn kostnað.
Vestan við Árgilsstaðabæina í Hvolhreppi eru fagrar grasbrekkur, og nefnist
þessi skemmtilegi staður Krappi. Vestan við Krappann er í Eystri-Rangá Tungu-
foss sem eitt sinn var á dagskrá að virkja og leiða rafmagnið til Vestmannaeyja. í
Krappa voru á árum áður haldnar útiskemmtanir. Þar var Rangæingabúð reist
nokkrum sinnum. Þar hélt Rangæingafélagið í Reykjavfk stórsamkomur, svo og
Lramsóknarfélag Rangæinga.
í Lambey í Lljótshlíð þar sem Fljótshlíðingar og Austur-Landeyingar héldu
íþróttamót um langt árabil stóð þetta reisulega stórtjald nokkrum sinnum. Þar
seldu hinar myndarlegu húsfreyjur í Fljótshlíðinni kaffi og létu ágóðann renna til
-100-