Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 103
Goðasteinn 2003
sjúkrasamlagsins í sveitinni sinni. Svo hófst dansinn á grænu grasi. Músikin
hljómaði frá harmonikkunum. Þegar leið á kvöldið fór að heyrast söngur frá
hestagirðingunni. Vinsæl staka frá kreppu- og landaárunum hljóðar svo: „Gleði
raskast, vantar vín, verður brask að gera, ef að taskan opnast mín, á þar flaska að
vera“. í fyllingu tímans riðu menn heim og sungu út í sumarnóttina. Svo beið hin
erfiða heyskapartíð, áður en vélar og margskonar verkfæri fóru að létta landbún-
aðarstörfin.
Á eystri bökkum Affallsins hjá Kanastöðum í Austur-Landeyjum, hélt svo
Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjahreppi sín íþróttamót annað hvert
ár. Þangað komu félagar frá Ungmennafélaginu Þórsmörk en það er nafnið á
Ungmennafélaginu í Fljótshlíðinni. Mótsstaðirnir voru annað árið í Lambey eða
Auraseli, en hitt árið á Kanastaðabökkum.
Nokkrum sinnum var Rangæingabúð reist við Stóra-Dímon og sjálfsagt víðar,
meðal annars við fjölmennar jarðarfarir og jafnvel skírnarveislur. Og ekki má
gleyma hinum miklu réttarböllum, sem voru í Vestur-Landeyjum á árum áður.
Vestur-Landeyjaréttir voru stór kapítuli og mikill viðburður. Gamla samkomu-
húsið, sem stóð rétt ofan við Forsæti var af gárungunum nefnt Templarinn. Þar
var glaðst, drukkið og sungið af hjartans lyst. Máske lýsir vísan hans Friðriks
Hansen á Sauðárkróki hinni löngu liðnu kreppuárastemmingu :
Aldrei kveldar, ekkert húm,
eilíf sýn til stranda,
Enginn tími, ekkert rúm,
allar klukkur standa.
Árið 1949 brann íbúðarhúsið að Álfhólum í Vestur-Landeyjahreppi. í kjallara
hússins var Rangæingabúð í geymslu og varð eldinum að bráð, tjaldbúðin mikla,
sem hafði þjónað héraðsbúum í tvo áratugi með glæsibrag, hafði í augum unga
fólksins sem ólst upp á kreppuárunum, framandi andblæ ævintýraheims eða álfa-
borgar áður en félagsheimilin tóku við hlutverki Rangæingabúðar og voru reist í
flestum hreppum héraðsins.
Helstu heimildir:
Fundargerdir sýslunefndar Rangárvallasýslu
Alþingishátíðin 1930, Magnús Jónsson, dósent
Guðrún Auðunsdóttir, skáldkona frá Dalsseli.
-101-