Goðasteinn - 01.09.2003, Side 106
Goðasteinn 2003
Kætist nú karl og snót
komin á þorrablót.
Nú er ég orðinn heitur og hýr;
hugsa ekki neitt um rollur og kýr.
Einmitt um þetta leyti var Ársæll að festa ráð sitt sem kallað er. Konuefnið var
austur í Vestur-Landeyjum, og son áttu þau orðið saman, tveggja ára að aldri.
Konan, sem bjó þarna og birtist von bráðar í Þykkvabænum, hét Sveinbjörg og
var dóttir hans Guðjóns í Þúfu. Á þorrablótinu 1958 orti ég um flesta bændur
sveitarinnar, þar á meðal um Ársæl. Þar var þess getið, að hann hefði misst mey-
dóminn, en hefði sjálfsagt verið réttara að segja að hann hefði tapað sveindómn-
um:
Ýmislegt hér er með eindæmum:
Ársæll glataði meydómnum.
Og Kalli andaðist eins og fyr;
enginn að slíku reyndar spyr.
Hér var átt við Karl Þórðarson bílstjóra frá Hávarðarkoti, sem lengi ók hjá
Friðrik kaupmanni í Miðkoti. Átti hann til, eins og margir, að súpa vel á, einkum
á þorrablótum. Þetta var allt saman góðlátlegt grín, sem enginn tók alvarlega.
Þorrablót eru einu sinni til þess að skemmta sér á þeim, en ekki til að erfa neitt
við náungann.
Ársæll kom sér upp svínabúi um skeið og hafði nokkrar gyltur í eldi. Mátti
segja, að á ýmsu ylti með þetta svínaeldi hjá honum. En Sæli, það var hann jafnan
nefndur af kunnugum, var þrælduglegur við þetta, samanber það, sem ég sagði
eitt sinn:
Og Ársæll vinnur fram eftir kveldi
og eykur hagvirkni í búskapnum.
Við sauðfjárhirðing og svínaeldi
og sinnir haustbeitartilraunum.
Hið síðasta átti við það, er Sæli hugðist haust eitt fita lömb á túni fyrir slátur-
tíð, en dæmið snerist hins vegar illilega við í því efni.
Um svínahirðinguna og samband Sæla við svínin var svo ort:
-104-