Goðasteinn - 01.09.2003, Blaðsíða 107
Goðasteinn 2003
Hefurðu komið í kofann hans Sæla,
karl minn, það væri nú svolítið grín.
Alls staðar hrína þar, æpa og væla
akfeitir grísir og fullorðin svín.
En Sæli er þama mjög salí og rór,
þótt sjálfur hann stjórni þeim blandaða kór.
Ársæll var mikill gleðimaður og laus við bindindisgrillur. Hann sótti jafnan
þorrablót og skemmti sér vel. Um það segir á einum stað:
Ársæll fer á alls kyns mót,
en allra helst á þorrablót.
Og þó hann bragði ei skarðan skammt,
fer skjaldan út af samt.
Sæli, hæ, sí og æ.
sjeffinn hýr í Þykkvabæ.
Og þó hann bragði ei skarðan skammt,
fer skjaldan út af samt.
í framhaldi af þessu var eitt sinn kveðið í svipuðum tón :
Ársæll hefur gaman af allavega pelum;
ómissandi talinn á sérhvert þorrablót.
Garða sína ver hann með gömlum sláttuvélum;
um góðtemplarareglu hann skeytir ekki hót.
Ársæll var maður lágur vexti og þrekinn vel. Varð snemma hvítur á hár. Fór
það honum ágætlega. Oft kom hann til okkar, er við bjuggum á næsta bæ við
hann, sem heitir Önnupartur. Þá settist Ársæll niður, kveikti sér í sígarettu og
drakk úr kaffibolla. Ekki minnist ég þess, að hann væri að flýta sér. Og lundgóður
var hann með afbrigðum.
Kona mín bað Ársæl að salta fyrir okkur hrossakjöt í tunnu á haustin. Það
kunni hann mæta vel. Og ekkert tók hann fyrir þetta viðvik. Honum nægði góður
hugur og greiðasemi. Á eftir rabbaði hann við okkur góða stund yfir kaffibolla.
Sígarettan var ómissndi á eftir, en eitt sinn var sagt: „Enginn þykist of vel mettur,
auk þó bjóðist tóbaksréttur.“
Við viðgerðir og viðbætur á íbúðarhúsi Ársæls í Dísukoti vann mágur hans,
Árni Sigurðsson, um skeið, einnig Björn Gestsson frá Björnólfsstöðum, þá rúm-
lega sjötugur. Eitt sinn bað Björn Ársæl að flytja sig í bifreið sinni að Króki í
-105-