Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 108
Goðasteinn 2003
Holtum og til baka.Var það auðsótt mál. Á heimleið orti Björn vísu um ferðalagið,
sem segir það sem segja þarf:
í nætursvala stillt að strönd,
stefnir á valin heimalönd.
Ársæls falin hjarta og hönd
hjóla- ódvalin rennur -önd.
Sonur minn, Sveinn, vann haust eitt hjá Ársæli við kartöfluupptöku. Var þá
mjög erfitt við slíkt að fást, sökum gífurlegra votviðra. Sveinn þurfti að leggja sér
til rúmstæði að liggja á, meðan á dvölinni stóð. Lá þá fyrir að flytja sófa einn,
sem ég átti. Var hann borinn yfir túnið, sem liggur milli skólastjórbústaðarins
Gerðis og Hákots, er Ársæll hafði þá nýlega byggt upp. En nú var sófinn í þyngra
lagi, og þraut að bera fyrir tvo menn, Ársæl og Svein. Ekki bætti úr, að á meðan
sófinn var fluttur þessa vegalengd, kom hellidemba, og ekki léttist hann við það.
Þá gat Ársæll ekki orða bundist og sagði: „Hvaða bölvaður nökkvi er þetta!“ Eftir
það var sófi þessi aldrei nefndur annað en nökkvinn.
Eitt sinn aðstoðaði Ársæll mig nokkuð við yrkingar á þorrabrag. Komu
Háfshverfingar þar inn í, en samkomulag milli þeirra og Þykkbæinga og gagn-
kvæmt, var upp og ofan. Man ég eftir einu erindi sem Ársæll aðstoðaði mig við,
svohljóðandi:
Háfshverfinga hýrnar lund;
held ég vaxi þeirra pund,
og minna okkur gera grand;
þeir ganga í hjónaband.
Þó eru garpar grassárir,
en gætnari en áður fyrr.
Þeir reka af sér ótrauðir
með ógurlegum styr.
Eitt sinn lögðu Ársæll og kona hans í berjaferð inn í Þjórsárdal. Komið var
langt fram í september. Eg fékk að fljóta með og sömuleiðis Björn Gestsson, sem
fyrr er getið í samantekt þessari. Lítið var um ber. Áð var á eyðibýlinu Stöng. Þar
skyldi nesti fram tekið og snæddur hádegismatur. En þegar Ársæll og Sveinbjörg,
kölluð Sveina, hugðust grípa til nestis síns, hafði það gleymst heima í Dísukoti í
Þykkvabæ, þar sem það var tilbúið við brottför. Þá gat Björn ekki orða bundist og
kvað:
-106-