Goðasteinn - 01.09.2003, Síða 110
Goðasteinn 2003
Þá sjötugur varð hann, en var ekkert
skar,
hann vandaðan hvfldarstól fékk -
eins og bar,
og kaus ekki að græða á kaup-
mennsku meir,
en kempan þó tæplega gjaldþrota
deyr.
Friðrik Friðriksson
Friðrik selur fisk og smér
og flest af því, sem étið er.
Hrossabjúgun honum frá
menn hljóta víst að dá,
amorsritin ætíð völd,
undirföt og brjóstahöld.
Já, hrossabjúgun honum frá
menn hljóta víst að dá.
Friðrik hóf verslun í Miðkoti 1928, þegar
útibú Kaupfélags Rangæinga lagði upp laupana
þar. Friðrik sá Þykkbæingum fyrir öllum
algengum neysluvörum, og seldi framleiðslu-
vörur þeirra. Honum var óhætt að treysta. Oft
orti ég um Friðrik á þorrablótum,og gefur það
nokkra lýsingu á þessum manni. Hvað hann
seldi, kemur fram í eftirfarandi erindi:
Þegar spurt var í verslun Friðriks, hversu einhver vara bragðaðist, var hann
vanur að segja, að hún „mygi í munn!“ Bjúgun, sem hann seldi, voru einkar
bragðgóð, enda heimatilbúin af fólki sem hann hafði í vinnu. Af þeim varð enginn
svikinn.
Nokkuð var Friðrik vínhneigður, en það kom honum aldrei að sök. Hann fór
jafnan með sérleyfisbifreið þeirri, er rekin var á hans vegum, til Reykjavíkur á
föstudögum, en kom síðdegis heim á laugardögum. Oft var einhver „stjarna“ í
karli við heimkomuna. Ég var oft samferða Friðrik í þessum leiðum, sem varla er
í frásögur færandi. Gaman var við hann að ræða, því að honum virtist flest vera
kunnugt. Hann þekkti fjölda fólks gegnum viðskipti til langs tíma. Hann rak slát-
urhús, og slátruðu margir hjá honum, vegna þess að menn þurftu ekki að bíða eftir
greiðslunum. Það þurftu menn að gera hjá kaupfélögunum. Friðrik var vinsæll
kaupmaður. Þjónslundina átti hann ríka, eins og ég sagði í eftirmæli :
-108-