Goðasteinn - 01.09.2003, Page 112
Goðasteinn 2003
lega margt fyrir þá. Vanhagaði þá um áfengi, keypti hann það fyrir þá. Ætíð átti
hann vín á lager, ef einhver þarfnaðist þess. Áfengið geyrndi hann í gömlum
peningaskáp. Hann spurði, ef einhver bað hann um þetta: „Hvað vantar þig mikið,
góði?“ Þessu síðasta bætti hann oft við, og kunnu allir því vel. Ekkert lagði hann
á vöruna. Þetta gerði hann af einskærri greiðasemi við fólk. Tvö síðustu æviár sín
var Friðrik sjúkur maður. Krabbamein var þar að verki. Hann dvaldi á sjúkrahúsi í
Reykjavík um skeið, einnig í heimahúsi þar síðast lá hann heima í Þykkvabænum,
og hjúkraði kona hans honum af mikilli umhyggjusemi. Krabbameinið vinnur
hægar í líkama aldinna en ungra, vegna þess að þetta er frumusjúkdómur. Síðustu
árin orti ég öðruvísi um Friðrik fyrir þorrablót en áður, vegna þess að þá var hann
fjarri góðu gamni. Hér eru dæmi:
Friðrik, þó sé fjarverandi,
fær hér aðeins spjall.
Hann sé frír af heli og grandi;
hann er besti karl.
Og svona í sambandi við helstu menn í Þykkvabænum þetta:
Enn er ort um djákna,
oddvita og prest.
Hreppstjórann má hafa
hér í sömu lest.
Einum ei skal gleyma.
- er það Friðrik minn.
Nú má einnig nefna
nýja kaupmanninn.
í lok erindisins er átt við Magnús Sigurlásson, tengdason Friðriks. í síðasta
sinn, er ég gat um Friðrik í þorrabrag, segi ég í niðurlagi erindis:
Ef hann væri alheill
okkar meðal nú,
hæira yrði hlegið
hérna, er mín trú.
-110-